Færsluflokkur: Bloggar

Framhaldsskólar geta ekki boðið það sem um er beðið (mars 2022)

Framhaldsskólar geta ekki boðið það sem um er beðið.

Verknám er líklega ein hagnýtasta og besta menntun sem til er á Íslandi í dag. Það er varla minnst á menntamál opinberlega án þess að minnst sé á þörfina fyrir verk og tæknimenntaða einstaklinga. Fyrirtæki og samtök í atvinnulífinu biðja menntakerfið um meiri, fleiri og betri slíka. Fagmenn sem kunna sitt fag og eru tilbúnir til að bæta við því sem til þarf að aðlagast nýjum og breyttum tímum. Evrópuþjóðir eins og til dæmis Þjóðverjar hafa reiknað það út upp á brot úr prósenti hve mörg störf munu hverfa varanlega á næstu áratugum. Á sama tíma verði til önnur störf. Á Íslandi megum við búast við að um það bil helmingur allra starfa sem nú eru til muni hverfa. Stóra spurningin er hvort við séum, eins og Þjóðverjar, að undirbúa okkur fyrir þær breytingar sem við vitum að eru á næsta leiti. En eru það störf iðnaðarfólks og annars tæknimenntaðs fólks sem munu hverfa? Svarið við þessari spurningu er; að yfirvöld menntamála í hverju landi, líka á Íslandi, verða að leggja í þá vinnu að greina nákvæmlega hvaða störf munu hverfa og hvað þarf að koma í staðinn. Það er svo sem auðvelt að spyrja bara hjá þeim þjóðum þar sem þetta hefur verið kannað. 

Sá sem þetta ritar veit að þörf fyrir tæknimenntun er að aukast. Sem betur fer er það þannig að þau sem sækja um skólavist í framhaldsskólum landsins virðast vita þetta líka, því umsóknum á þær brautir framhaldsskólanna aukast jafnt og þétt. Vandamálið er hins vegar að þau fá ekki öll skólavist. Það er ekki pláss í framhaldsskólum landsins, það vantar framboð á iðn- og verkmenntun í framhaldsskólunum. Líklega er hundruðum nemenda hafnað, meinuð skólavist í verklegum greinum, því það er ekki pláss í skólunum. Það vantar sæti, skólastofur, skólahúsnæði, búnað, aðstöðu, kennara og auðvitað fjármagn til að geta boðið upp á það verknám sem þörf er fyrir. Það virðist þó vera sætapláss í skólunum fyrir nemendur að læra bara eitthvað annað. Eitthvað sem atvinnulífið vantar ekki, þjóðina vantar ekki og enginn bað um. Ekki einu sinni nemandinn sjálfur.

Öll samtök atvinnurekenda, hvaða nafni sem þau nefnast, ásamt öllum öðrum samtökum sem málið varðar, ættu að geta verið sammála um það að taka á þessu hratt og vel. Ríkið sem heldur utan um þennan málaflokk þarf einfaldlega að fjölga plássum í verk- og tækninámi í framhaldsskólum með öllum tiltækum ráðum, mögulega með aðstoð atvinnulífsins. Það ætti að vera hagkvæmt fyrir alla sem að því koma. Til þess þarf þó greinilega að taka stóra, hugrakka, pólitíska ákvörðun um að auka pláss fyrir verk- og tæknimenntun í framhaldsskólum, eins hratt og mögulegt er. Þetta er eitt af þeim atriðum sem framtíð íslenskra fyrirtækja og þjóðarinnar veltur á. Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um.

 


Opið bréf til Mennta og menningarmálaráðherra (mbl.is mars 2022)

Hætt er við að 60% allra starfa hverfi í Þýskalandi á næstunni. Sum hverfa næstum alveg eða rýrna um 98%, önnur minna. Störf sem tölvutækni og gerfigreind getur tekið yfir eru líklegust til að hverfa. Lyftara- og lagerstarfsmenn, bréfberar, bókasafnsfræðingar og bankastarfsfólk. Störf átján milljóna Þjóðverja munu hverfa hjá þessari rúmlega 83 milljóna þjóð. Það sama er að gerast í Frakklandi og um alla Evrópu. Hvort sem við tölum um að þetta sé þriðja eða fjórða iðnbyltingin þá tala staðreyndirnar sínu máli. Heimurinn er að breytast hratt og Ísland hluti af þessum heimi. Heimi sem er að ganga í gegnum stórkostlega miklar varanlegar breytingar, byltingu.

Mörg stórfyrirtæki munu hverfa eins og fyrirtæki sem framleiddu og seldu filmur í myndavélar. Stafræn tækni tekur við og framkvæmir störf betur en menn. Við sjáum þetta gerast nú þegar úti í búð, þar sem einn starfsmaður lítur eftir tíu sjálfsafgreiðslukössum og bráðum hverfur þessi eini starfsmaður líka. Störf sem krefjast mikillar menntunar eru einnig að hverfa og koma ekki aftur.

Við Íslendingar stjórnum ekki heiminum. Við erum þátttakendur og getum lítið annað gert en að taka því sem að höndum ber þegar  heimurinn þróast. Ísland þarf að vera samkeppnishæft. Það er ýmislegt sem menn telja að tölvur geti seint eða aldrei lært að gera, það er hæfni í mannlegum samskiptum. Það er að geta unnið með öðrum, umhyggja, samúð, samhyggð, sköpunargáfa og svo framvegis.

Hlutverk skólanna er stórt í þessari framtíðarsýn. Framhaldsskólarnir þurfa að geta tekið þessi 60% inn og menntað til annarra starfa. Grunnskólarnir þurfa líka að bregðast við þar sem móta þarf stefnu með sýn á komandi framtíð. Kennarar þurfa að símennta sig og taka þátt í þessum breytingum sem eru ekki að koma, þær eru í gangi núna. Framhaldsskólakennarar þurfa tækifæri til endurmenntunar og símenntunar til að geta leitt og aðstoðað samfélagið í gegnum þessar hröðu breytingar. Vilji Ísland vera samstíga nútímanum og vera samkeppnisfært í nánustu framtíð þá þarf mennta- og menningarmálaráðuneytið að spila þar risastórt hlutverk. Nýr kjarasamningur er hóflegt skref í þá átt að halda góðum kennurum að störfum í framhaldsskólum. Til þess að ná utan um verkefni næstu ára þarf ráðherra menntamála nú að stíga fram, fjölga námsorlofum og afnema eins skiptis regluna.  Á sama tíma þarf að leita leiða til að umbuna þeim kennurum sem tilbúnir eru til að taka þátt í að leiða menntakerfi Íslands inn í nýja tíma.


Þetta eru sjálfsagðar kröfur

Það er nú bara sjálfsögð krafa að kjörstjórnarmeðlimir séu ekki venslaðir frambjóðendum.

En það er auðvitað skiljanlegt að sumir vilji ekki hafa það þannig því sumir vilja geta haft áhrif á hvernig úrslit kosninga verða.


mbl.is Nokkuð ljóst að kosningalögin verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augljós viðskiptahugmynd

Hver ætlar að vera fyrstur til að bjóða upp á ferðir út fyrir 12 mílurnar til móts við skemmtiferðaskipin?

Annars hefði ég haldið að það væri bannað að mismuna íbúum ESB / EES með þessum hætti.


mbl.is Fá ekki að sigla með skemmtiferðaskipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gaman að sjá svona dugnað

Það er alltaf gaman að góðum fréttum frá Hólmavík.

Vonandi get ég komið við hjá þessari "frænku" næst þegar ég á leið þarna um.

 


mbl.is Tekur við rómuðum veitingastað 22 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverskonar rugl er þetta?

Er fólk algjörlega að missa sjónar á því hvað telst vera eðlilegt?

Þetta er sannarlega ný nálgun.

Hvernig væri bara að gera það sem þarf að gera, að borga leikskólakennurum þau laun sem til þarf?

Kennsla er SÉRFRÆÐISTARF, líka leikskólakennsla.

Það er kominn tími til að fólk fari að átta sig á því að mönnunarvandi leikskólanna verður ekki leystur með því að draga inn þann næsta sem labbar framhjá af götunni og láta viðkomandi í sérfræðistarfið leikskólakennari.

Dettur einhverjum í hug að manna stöðu hjúkrunarfræðings eða læknis með þessari aðferð?

Dettur einhverjum í hug að manna starf tæknifræðings með þessari aðferð?

HALLÓ! VAKNA!


mbl.is Píramídahvatning ekki lausn við mönnunarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínar reglur í vali á manni ársins.

1. Maður ársins ekki kynbundið (frekar sjálfsagt).

2. Ekki velja einhvern fyrir að standa sig vel í vinnuni, jafnvel þótt viðkomandi hafi staðið sig einstaklega vel.

3. Gerði eitthvað sem hann / hún þurfti ekki að gera.

4. Fyrir aðra.

5. Af fórnfýsi

 

Í þetta sinn uppfyllir Kona ársins, sem jafnframt er Maður ársins, öll þessi skilyðri fullkomlega.


mbl.is Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga

Það er full ástæða til fyrir öll verkalýðsfélög á landinu að sniðganga Icelandair að fullu þar til  Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir hefur verið ráðin aftur til starfa og að þess sé gætt að hún gjaldi þessi með engu móti að vera trúnaðarmaður á sínum vinnustað.


mbl.is „Þetta er bara svo alvarlegt brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru ekki innsigli á þessari mynd

Á þessari mynd er venjulegt málningarlímband yfir rauf kassanna.

Málningarlímband er ekki innsigli.

Þessir kassar eru þar með óinnsiglaðir.


mbl.is Innsiglað alls staðar nema í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðimenn verða að sýna aðgætni

Það eiga allir veiðimenn að vita að það er ekki góð hugmynd að binda dauðan tarf yfir húddið á jeppanum og koma þannig akandi inn í byggð.

Það sama gildir um forsíðumynd á mbl.is.

Margir munu bregðast illa við og sýnin mun fara illa í marga.

Það er þó ekki ástæða fyrir fólk til að hrauna einhverjum leiðindum yfir veiðimenn og konur.

Almenna kurteisi er allt í lagi að ástunda á báða bóga.


mbl.is „Hraunað yfir mig alveg hægri vinstri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 14071

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband