Milljarður úr vasa Kópavogsbúa

Það er svo sem ekki mikið um það að segja ef einhverjir vilja byggja á Kársnensinu. Íbúasamtökin þar munu vonandi hafa þau áhrif sem þarf í því máli.

Brúin, yfir til Reykjavíkur, sem alltaf er verið að tala um er hins vegar hið furðulegasta mál í þessu samhengi. Pólítíkusum í Kópavogi þykir mörgum alveg sjálfsagt að taka allt að milljarð, eða meira, úr sameignlegum sjóði sveitarfélagsins, til að byggja illa staðsetta og tilgangslausa brú yfir Fossvoginn.

Í fyrsta lagi þá hefur brúin engan annan tilgang en að hækka fasteignaverð yst á Kársnesinu.

í öðru lagi þá styttir hún ekki leiðina fyrir flesta yfir fjörðinn, heldur lengir hana.

í þriðja lagi þá lokar brúin fyrir siglingar inn og út af Fossvogi.

í Fjórða lagi þá er það ekki hlutverk sveitarfélags að framkvæma þetta verk.

Í Fimmta lagi þá stendur Kópavogsbær bara frekar illa fjárhagslega.

Í Sjötta lagi þá hefur Kópavogsbær nóg annað við peningana að gera.

Í sjöunda lagi þá vitum við að um leið og búið verður að samþykkja göngubrú þarna þá verður henni breytt í bílabrú, sem verður enn dýrara... allt á kostnað kópavogsbúa.


mbl.is Undirbúa byggingu 900 íbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband