Skólinn er ekki aðalatriðið

Það er ljóst að ef skólar ætla að sía nemendur inn í skólana þá verða þeir að notast við inntökupróf sem allir umsækjendur ganga í gegnum.
Hitt er hins vegar ljóst að þótt talið sé að sumir skólar séu betri en aðrir þá er það alls ekki endilega svo.
Bestu nemendurnir hópast í ákveðna skóla, en það er kennd sama námsskráin í þeim öllum.
Ég þori að halda því hiklaust fram að kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem ég vinn eru til dæmis alls ekki verri eða metnaðarminni en í hvaða skóla öðrum sem er á landinu.
Námsefnið er það sama og margir hafa farið gegnum þann skóla eða aðra sambærilega og áfram í erfitt nám. Það er fyrst og fremst nemandinn, hæfni hans, geta, áhugi og þó aðallega metnaður sem ræður úrslitum um framhaldið, ekki skólinn.
Það hefur lengi verið sú goðsögn í gangi að ákveðnir skólar skili af frá sér betri nemendum en ef litið er rökrétt á málið þá er það væntanlega frekar þannig að bestu nemendurnir fara almennt í gegnum þessa tilteknu skóla.

Höfundur er rafiðnakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég setti eftirfarandi inn hjá öðrum sem bloggaði um svipað efni.

Hinnsvegar vil ég segja, að um sama námsefni og svipaða getu að loknu námi í mismunandi skólum er ofsagt hjá þér.  Nægir að sjá skýrslur um brottfall úr námi í Raungreinum í HÍ og hvaðan viðkomandi Stúdentar eru.  Það er líklega hvað haldbesti kvarðinn á ,,gæði" skóla.

Með þökk fyrir gott innlegg að öðru leiti.

Nú er svo, að ég óttast mjög upptöku inntökuprófa í framhaldsskóla og að nemendur sem ljúka grunnmenntun, þurfi að fórna sumri við próflestur og þreyingu inntökuprófa.

Hinsvegar er ekki við öðru að búast, þegar litið er til þeirrar þróunar sem orðið hefur í starfi og að ekki sé nú talað um árangur starfsins í Grunnskólunum. 

Pisa skýrslan síðasta ætti að vera nægt umhugsunarefni, svo ekki sé hætt við samræmd próf.

Árangur í skólastarfi okkar er með hreinum ólíkindum og tilefni til  að ausa sig ösku til yfirbótar og skömmustu.  Hvergi er meira fé varið til skólastarfsins að tiltölu en hér, (samkvæmt skýrslu  SÞ) en hvergi í Evrópu er lélegri afkoma og afrakstur en hér (Pisa Skýrslan).

Ef þetta er ekki nægjanlegt til að hringja viðvörunarbjöllum um framtíð skólastarfs á ,,hærri" stigum, veit ég ekki hvaða hávaða þarf til að vekja menn.

Ekki vantar aukningu í greinum BA gráða og þjóðfélagslegra pælinga svo sem ,,Kynjafræði" og viðlíka ,,vísindi". 

Okkur vantar skynsemi í uppbyggingu fræða og vísindagreina hér á landi.  Ekki meira af þjóðfélagslegu greinum og Hagfræði, hver ,,vísindi" breytast hraðar í hugum Prófessora og Doktora, hraðar en veðráttan að Kvískerjum.  (sjá skoðanir og lærðar álitsgerðir slíkra 2007 2008 og að hausti 2008 og nú 2009 bæði í ársbyrjun og nú um hæstan dag að sumri)+

Með virðingu fyrir kennurum í Raunvísindum og uppalendum svona yfirleitt

Miðbæjaríhaldið

fyrrum heyrari í vísindum o gleiðbeinandi í handverki

Bjarni Kjartansson, 23.6.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband