Kennarar á leiðinni fram af brúninni

Staðan er þannig núna að kennarar eru margir á leiðinni fram af brúninni, á leiðinni í veikindaleyfi, að brenna út, að verða lífsörmögnun að bráð, "burnout".

Staðan er þannig að enginn kennari kvartar opinberlega en við trúnaðarmenn þeirra fáum að heyra hvernig ástandið er hjá þeim í raun og veru.

Að vinna alla daga, öll kvöld og allar helgar, er staðan hjá þeim mörgum núna sem eru að vinna heima hjá sér við fjarkennslu.

Kennarar sem hitta ekki fjölskyldu sína, þó þeir vinni að heiman.

Samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið á vinnuálagi kennara þessa dagana er algengt vinnuálag kennara á bilinu 130 til 150%, sumir eru undir 200% vinnuálagi eða meira.

Þeir fá ekki borgað fyrir það hefur verið neitað um uppgjör vegna vinnuálags vorannar. Sem er auðvitað kjarasamningsbrot.

Ég er framhaldsskólakennari, trúnaðarmaður og sit í stjórn Félags framhaldsskólakennara, þannig að ég þekki ástandi best þar, en mér skilst að það sé lítið eða ekkert skrárra víða annarsstaðar í skólakerfinu.

Ástandið er grafalvarlegt og það verður að bregðast við áður en illa fer.


mbl.is Lilja, ég er með 130 nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Attitude problem!"

Þetta viðhorfsvandamál hefur því miður dreift sér um allt samfélagið eins og veira. Það er allt í einu orðið í lagi að borga ekki laun fyrir unna vinnu. Við sjáum þetta gerast á furðulegustu stöðum, meira að segja hjá opinberum aðilum eins og ríkinu.

Til dæmis er vitað að kennarar eru margir að vinna um það bil 140% vinnu núna í ástandinu þá dettur engum af þeirra yfirmönnum í hug að það þurfi að borga þeim fyrir það.

Launakröfur vegna yfirvinnu í vor eru enn ógreiddar þó enggar efasemdir hafi komið fram um réttmæti þeirra.

Framkoma Icelandair við flugfreyjur, að segja þeim upp í miðjum kjarasamningum er svívirðilegasta framkoma sem sést hefur um langa tíð og öllum virðist vera sama.

Það er eitthvað "attitude problem" í gangi.


mbl.is 260 mál skráð sem varða réttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum

Það er mín bjargfasta skoðun að það skipti mestu máli að peningar lífeyrissjóðanna séu til staðar þegar að því kemur að ég þarf á þeim að halda.

Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum sem fjárfesting í flugrekstri er næstum alltaf.

Lífeyrissjóðir eiga að festa fé sitt í eins öruggum fjárfestingum og mögulegt er, það skiptir mestu máli.

Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að ýmisir aðilar fjárfesti í Icelandair, sérstaklega þeir sem hafa hag að því að flug milli Íslands og annarra landa sé sem best. Hótelrekendur, ferðaþjónstufyrirtæki, hvalaskoðunarfyrirtæki, og svo framvegis, já og jafnvel bankar, en þá aðeins bankar sem stunda áhættufjárfestingar. Það eru ekki allir bankar þar.

Satt að segja veit ég ekki hvað Seðlabankastjóra kemur þetta við.


mbl.is SÍ skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomlega eðlilegt

Það er fullkomlega eðlilegt og ekkert annað en jákvætt að rífa skólahúsnæði reglulega og byggja nýtt. Líka þegar það er ekki myglað.

Byggja í samræmi við kennsluaðferðir nútímans.

Að skólastofur séu af þeirri stærð sem til þarf.

Sá búnaður og tækni til staðar sem þarf í nútíma skólastarfi.

Í sumum löndum er skólahúsnæði einfaldlega ekki haldið við heldur er það rifið á ca. 20 ára fresti og byggt nýtt í staðinn.

Það er auðvitað atvinnuskapandi og eykur samkeppnishæfni landsins að hafa skóla af nýustu og bestu gerð.

Þetta verður auðvitað að gera áður en skólahúsið er orðið svo gamalt að farið verði að ræða um að friða það.

Menntun af bestu gerð þarf húsnæði og búnað af bestu gerð.


mbl.is Rífa þurfi húsnæði Fossvogsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmist það jafnréttislögum?

Samræmist það jafnréttislögum Sævar að fæðing barns sé eingöngu málefni móður en ekki föður?

Bera ekki báðir aðilar jafn mikla ábyrgð og eiga jafnan rétt?

Ég held að þeld að það þurfi að rýna í þetta með hinum vel þekktu kynjagleraugum og samlesa við jafnréttislög.


mbl.is Stefnir í gjaldþrot vegna 750 þúsund króna fæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til er ég

Ég er alveg til í að kíkja á nokkur hótel í vetur, eins og ég gerði í sumar.

Verðið þarf bara að vera rétt.

Sjáumst!

Ps. Það er kominn tími til að setja upp rafbílahleðslupósta við hótelin. Þetta er að verða það stór hluti íslenska bílaflotans. Það réði hvert við fórum síðasta sumar, hvort það var hægt að hlaða eða ekki.


mbl.is Búa sig undir innanlandsferðalög í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannanna verk

Það getur sungið í ýmsum mannanna verkum.

Það getur verið eitthvert mannvirki sem vindurinn leikur sér að.

Það getur verið vatnslögn, þá líklega stofnæð í þessu tilfelli þar sem þessi titringur myndast.

Það er þó ljóst að það er ekkert annað að gera en að reyna að renna á hljóðið þegar það er til staðar og finna upprunann.


mbl.is Fullyrðir að hljóðið komi ekki frá göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver endast ekki endalaust

Það er fullkomlega eðlilegt að álverið við Straumsvík loki. 

Álverið var formlega opnað þann 3. maí árið 1970.

Þá átti það að duga í 25 ár, svo entist það öllum að óvörum í 50 ár.

Það er ekki séns að það verði rekið mikið lengur.

Til þess þarf að endurbyggja stóran hluta þess og það verður aldrei gert á þessum stað.

Verum bara raunsæ, álver duga ekki endalaust og það kemur alltaf að því að þeim þarf að loka.


mbl.is Framtíðarvirði ÍSAL fært niður að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin fjárkrafa á ríkið

Efling hefur enga fjákröfu gert á Ríkið í krónum talið aðra en krónur núll. 

Það er eitthvað annað en pilsfaldakapítalistarnir hafa gert undanfarna mánuði.

Sólveig Anna hefur hins vegar, fyrir hönd Eflingar, gert þá kröfu að Ríkið standi við sinn hluta svokallaðs "Lífskjarasamnings" þar með talið að sett séu lög um refsingu vegna launaþjófnaðar sem er eitt versta mein í Íslenzku samfélagi í dag.

Það er í raun stórfurðulegt að stærstu atvinnurekendur á Íslandi láti það gerast árum og áratugum saman að þeir séu undirboðnir með atvinnustarsemi sem ástundar allt aðra aðferð við atvinnurekstur en almennt gerist.

SA ættu að berjast gegn þessari atvinnustarfsemi, í fullri samvinnu við verkalýðshreyfinguna, sem byggir á því að borga starfsmönnum undir töxtum, borga engan launatengdan kostnað og svo framvegis.

Þeim sem ritaði þessa frétt bendi ég á að krafan um hundruðir milljóna er á hendur þeim sem hafa stolið þeim. Krafan er 0kr á Ríkið en krafan er um að Ríkið standi við sitt í að stöðva launaþjófnað upp á hundruðir milljóna á hverju ári.


mbl.is Sólveig Anna krefst hundraða milljóna frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband