Færsluflokkur: Bloggar

Okrið farið að bíta í

Ferðamenn eru ekki samansafn af fávitum. Það er orðið þekkt um allan heim að Ísland er eitt dýrasta land í heimi að sækja heim. Smá eldgos hefur hingað til bara bætt í ferðamannastrauminn en almennt verðlag á Íslandi og okur á ferðamönnum fréttist út og er greinilega farið að bíta í. Það er svo sem í lagi að fá færri ferðamenn sem borga meira en það jafnvægi er mögulega farið að koma fram.


mbl.is Ferðamönnum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg sjálfsagt að prófa

Garðabær, Kársnes, Nauthólsvík er alveg sjálfsögð leið.

Eða amk. höfnin hjá Siglingafélaginu Ými í Kópavogi yfir til Nauthólsvíkur.

Gufunes, Sundahöfn, Reykjavíkurhöfn er líka sjálfsagt að skoða.

Það er hins vegar varla á nokkurn mann leggjandi að fara út fyrir Gróttu eða út fyrir Álftanes.


mbl.is Bátastrætó tengi höfuðborgarsvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tesla var að lækka um milljónir

Tesla tegundir X og S voru að lækka um milljónir í dag. 

Tegund 3 verður nú afhent í nýrri útgáfu.

Það er ekkert sem bendir til þess að Tesla hækki, gerði það ekki við síðustu áramót og það verður athyglisvert að sjá hvort Tesla heldur ekki bara áfram að lækka eftir að hafa náð mjög góðunm tökum á fjöldaframleiðslu sinna bíla.

Framtíðins er sú að rafbílar verða ódýrari í kaupum en bensín og diesel bílar. Þeir eru, eins og allir vita, miklu ódýrari í notkun, bæði eldsneyti og viðhaldi.

Það eru ekki mörg ár í þá framtíðarsýn. Fjölda þeirra ára er líklega hægt að telja á fingrum annarar handar.


mbl.is Rafbílar munu hækka verulega í verði á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farþegum ítrekað vísað út vegna vandræða með bílstjóra

Þetta er að verða dálítið þreytt að heyra hvern strætóbílstjórann á fætur öðrum neita farþegum um að koma með.

Þessir bílstjórar og stjórnendur strætó þurfa að standa fyrir máli sínu.

Það er boðist til að borga fyrir farþegana en samt er þeim vísað út.

Það er ekki greiðslan sem er vandamálið, það er bílstjórinn, aftur og aftur.


mbl.is Konu með börn vísað út vegna vandræða með Klappið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga allir að læra að sigla.

Það væri hægt að rökstyðja með mörgum orðum að allir Íslendingar ættu að læra að róa bát, sigla með seglum og bera virðingu fyrir náttúruöflunum.

En ég held að það sjái það allir að það er jafn mikilvægt og að læra að synda.

Það væri hrikaleg afturför að hætta þessu mikilvæga og stórkostlega æskulýðsstarfi sem fram hefur farið í Nauthólsvík í 55 ár.


mbl.is Mótmæla lokun: „Var það sem maður lifði fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða dekk slíta götunum mest?

Eru til rannsóknir á því hvaða dekk slíta götunum mest?

Hvar eru niðurstöður þeirra rannsókna?

Svokölluð harðkornadekk innihalda gjarnan svokallaða iðnaðardemanta, sem eru notaðir á sagarblöð sem geta sagað steypu og næstum hvað sem er. Er alveg á hreinu að slík dekk slíti götum minna en til dæmis nagladekk?

Eigum við ekki að fara að skoða rökin fyrir dekkjavali og ýmsu öðru með heildarhagsmuni í huga. Kostnað í heilbrigðiskerfinu og kosnað við varanlega örorku ásamt sliti á malbiki?

Og hvernig væri að fara að nota almennilegt grjót, granít, í malbikið? Það er aðeins dýrara en endist það ekki 10 sinnum lengur?

En svo segi ég bara einu sinni enn: Svæfingarlæknirinn á bráðamóttökunni sagði að allir ættu að vera á nagladekkjum, það eru næg rök fyrir mig.

 


mbl.is „Lækka ætti skatta á heilsársdekk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi gatnamót eru fullkomlega tilgangslaus

Þessi gatnamót og ljósin á þeim gera EKKERT annað en að tefja umferðina þarna. Það fólk sem vill endilega vinstribegyja innn á Bústaðaveg á norðurleið getur einfaldlega tekið slaufuna sem er þarna nokkur hundruð metrum lengra. Þeir sem vilja endilega vinstribeygja af Bústaðavegi geta einfaldlega farið yfir brúna sunnan megin.

Sú umferðartöf sem þarna er býr til röð af bílum eftir Sæbrautinni sem nær alveg út á Laugarnes þegar verst er.

Höfum þetta svona áfram, engin ljós þarna takk fyrir.


mbl.is Ekki besta lausnin að loka til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega er þetta heimskuleg fyrirsögn

Það deyr enginn úr hungri af því að vera vegan.

Margir öflugustu íþróttamenn heims eru vegan, allt frá kraftlyftingum til maraþons.

Þarna er eitthvað annað og meira að.

Svona fréttaflutningur gerir ekkert gott.


mbl.is Vegan móðir dæmd sek eftir að barn lést úr hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef jarðgöng eru frábær hugmynd

Ef jarðgöng til eyja er svona frábær hugmynd þá er þetta tilvalið verkefni í einkaframkvæmd.


mbl.is Göng slegin af vegna kostnaðar og óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjanghæjaðir kennarar (jan. 2022)

Sjanghæjaðir kennarar

Foreldrar mínir hafa stundum sagt frá því hvernig sjómenn voru sjanghæjaðir á fyrstu íslensku togarana. Það var gert þannig að einhver vissi ekki hvar hann var staddur vegna áfengisdrykku. Síðan vaknaði hann einfaldlega úti á sjó um borð í togara. Fljótlega, eftir að runnið var af honum, gerði sá hinn sami sér grein fyrir því að hann fengi ekki að borða nema vinna fyrir matnum. Hæfni viðkomandi til sjómennsku skipti ekki máli, enda stigu þeir ekkert allir á land aftur.
Ég sit í stjórn Félags framhaldsskólakennara þar sem ýmislegt er rætt, meðal annars hæfni kennara. Þau eru ófá skiptin þar sem kennarar furða sig á viðhorfi til kennara sem einkennist oft af virðingarleysi og vanþekkingu á starfi þeirra. Öll höfum við verið nemendur og ættum að þekkja framlag kennara til samfélagsins en ljóst er að færri vita hvað gerist þegar nemendur eru ekki viðstaddir. Það er talað um að kennarar hafi of löng og mikil frí, þeir séu alltaf í fríi. Sannleikurinn er sá að vinnutími kennara er vel rúmlega 40 stundir á viku þegar kennt er. Það er engin sekúnda gefin.
Furðulegasta útspil seinni ára var tillaga um að greiða 75 þúsund krónur fyrir að fá einhvern til að vinna á leikskóla. Þessi tillaga var eiginlega dropinn sem fyllti mælinn, en þar kristallast viðhorf svo margra til kennarastarfsins að það sé hægt að fá bara hvern sem er í það. Sumir líta augljóslega á skólana sem barnagæslu og ekkert annað. Það viðhorf virðist meðal annars skína í gegn hjá sumum ráðherrum. Já, það er eitthvað mikið að.
Það hefur því miður verið stundað árum saman að fá bara einhverja til að kenna á öllum skólastigum, eins og það sé bara sjálfsagt og ekkert mál. Þessir aðilar fá oft starfsheitið leiðbeinendur, aðstoðarfólk eða eitthvað álíka. Á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er algengt að hlutfall leikskólakennara í starfsliðinu sé kringum 20% þegar lög segja að lágmarkið sé 67%. Í sumum skólum er enginn kennari nema skólastjórinn.
Það þurfa allir að fara að gera sér grein fyrir því að kennsla er sérfræðistarf sem byggir á áralöngu sérfræðinámi í kennslufræðum. Það er ekkert hægt að taka bara þann næsta sem gengur framhjá og skutla inn í kennslustofu eða fá 75 þúsund kall fyrir að plata Jóa frænda eða Gunnu systir til að ganga í sérfræðistarf kennarans.
Kennarar þurfa að uppfylla þær kröfur að kunna námsefnið fullkomlega. Framahaldsskólakennari í til dæmis rafiðngreinum er, rafmagnstæknifræðingur, rafmagnsverkfræðingur, rafmagnsiðnfræðingur, raffræðingur eða rafvirkjameistari. Auk þess þarf framhaldsskólakennarinn, eins og aðrir kennarar að vera menntaður í kennslufræðum. Það sama á við um alla kennara, þeir eru sérhæfðir á sínu skólastigi, í því sem þeir kenna, allt frá leikskóla og uppúr. Auk þess þurfa kennarar að uppfylla siðferðiskröfur samfélagsins um að vera góðar fyrirmyndir því allir kennarar kenna ekki bara námsefnið heldur eru þeir mikilvægur hlekkur í mótun og siðferðisvitund samfélagsins, þeir eru að móta framtíðina. Er ekki kominn tími til að hætta að gefa afslátt af kröfum til kennara, hætta að sjanghæja í störf kennara? Sýna metnað og fara að ráða sérfræðinga þar sem þeir eiga að vera lögum samkvæmt.

Baldvin Björgvinsson, stjórnarmaður í Félagi framhaldsskólakennara.


Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband