Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2020 | 08:57
Framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið greitt
Framhaldsskólakennarar, sem unnu mikla aukavinnu vegna Covid-19, hafa ekki fengið greidda aukavinnu.
Sumir skólar hafa borgað einhverja óskilgreinda 30 til 200 þúsund aukagreiðslu.
Skólameistarar í framhaldssklólum virðast, samkvæmt því sem heyrst hefur, hafa haft samráð um að rjúfa kjarasamning framhaldsskólakennara við ríkið og borga ekki þá aukavinnu sem þurfti að fara fram vegna Covid-19.
Lítið heyrist frá stjórnvöldum.
Ég er trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er einn af þeim sem hefur ekki fengið greidda þá aukavinnu sem þurfti að inna af hendi.
Lögreglumenn í sóttkví hafi ekki fengið greitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2020 | 16:20
Strætó er algjörlega í ruglinu
Það er svo augljóst að það er einver auglýsingastofa með feitan samning við strætó um að sjá um að eyða peningum í bara eitthvað.
Hjá stjórn strætó þykir þetta greinilega æði.
Mér þykir þessum peningum í merkningar hins vegar vera illa varið og sé engan tilgang með þeim.
Fólk fer ekkert frekar í strætó þó hann sé skreyttur hátt og lágt.
Notið peningana í betri strætóskýli, borgið bílstjórum betri laun svo þeir séu aðeins ánægðari í vinnunni, komið upp þægilegu greiðslukerfi í vagnana þannig að auðvelt sé að borga í þá. Leggið bara alla áherslu á að gera notkun strætó aðgengilegri og þægilegri.
Og hættið þessu bulli.
Spyr hvort Strætó hafi misst vitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2020 | 08:21
Hvers vegna gerist þetta aftur og aftur?
Af hverju gerist það hvað eftir annað að malbik sem er sleipt eins og skautasvell er lagt á vegi landsins?
Hver ber ábyrgð á þessu fúski sem hefur kostað mörg mannslíf og valdið mörgum alvarlegum slysum?
Hvers vegna bregst vegagerðin ekki við með ábyrgum hætti?
Malbikið nánast eins og skautasvell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2020 | 08:58
Halllóóó, nei það svarar ekki.
Grjótið i fjörunni reyndi að kallast á við nýja grjótið við götuna en það svaraði ekki.
Það var kannski ekki skrítið því það talaði ekki sama tungumálið.
Nýja grjótið var sérvalið innflutt rándýrt útlandagrjót.
Það var líka miklu fínna og talaði ekki við svona ómerkilegt fjörugrjót.
Íbúar eru ósáttir við hrúgurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2020 | 06:51
How do you like?
Í fyrsta lagi er gengi íslensku krónunnar orðið svo lélegt og laskað að þetta er eins og tíuþúsundkall fyrir útlendinga.
Í öðru lagi þá höfum við lítið að gera við fólk hingað sem hefur ekki efni á svona gjaldi inn í Covid-frítt umhverfi.
Í þriðja lagi er þetta reyndar töluvert dýrara heldur en Kári Stefánsson sagði að skimum kostaði. Hver er að maka krókinn hér?
How do you like Iceland?
Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2020 | 07:03
Hefur þetta verið vandamál?
Það er grundvallarspurning áður en íþyngjandi reglur eru settar, hvort raunverulegt vandamál sé til staðar.
Hefur sjóíþróttaiðkun á svæðinu verið varpi fugla til trafala?
Sjálfur hef ég siglt þarna um á skútum í tugi ára kannski aðeins utar en svæðið sem fjallað er um en ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi áhrif.
Grásleppunetin gætu hins vegar gert það og það ætti að athuga hvað netalagnir við Gróttu drepa mikið af fugli.
Óhressir með bann við sjóíþróttaiðkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2020 | 23:29
Ánægjuleg breyting
Það er ánægjulegt að sjá þá breytingu verða að það sé beggja hagur að kjarasamningar séu vel gerðir af öllum aðilum þannig að hægt sé að semja til langs tíma.
Hingað til hefur það verið hæst móðins að nota þessa klassísku samningatækni að tala ekkert saman áður en kjarasamningur rennur út og reyna svo að draga samningagerðina eins langt og lengi og hægt er.
Ófagmannlegra getur það ekki verið.
Fagmennska í samningagerð felst einmitt í því að ljúka kjarasamningagerð áður en kjarasamningur rennur út og gera hann þannig úr garð að hann komi öllum aðilum vel.
Samningar liggi fyrir 22. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2020 | 11:18
Hahahaha
Þetta húsnæði á myndinni sem fylgir fréttinni, (þetta með GSM sendinum sem ætti ekki að sjást á skólalóðum,) þetta húsnæði er reyndar búið að rífa, jafna við jörðu, slétta út. Það er ekki að falla niður nein kennsla í þessu húsi.
:D
Þetta bitnar bara á börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2020 | 14:46
Þetta er ekki í lagi
Nei, nú skammast ég mín fyrir að vera Kópavogsbúi.
Almenn kurteisi er eitthvað sem ég fer fram á af þeim sem vinna hjá Kópavogsbæ.
Kannski finnst einhverjum þetta svaka hipp og kúl en svona framkoma er bara hallærisleg og ekkert annað.
Verkfallsvörðum vísað út af velferðarsviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2020 | 13:13
Fyndin fyrirsögn
Já hún er fyndin fyrirsögnin við þessa frétt. Hvorki Ragnar Þór né nokkur einstaklingur getur komið af stað annarri búsáhaldabyltingu. Sú síðasta var algjörlega sjálfsprottin þegar öllu þessu fólki var ofboðið.
Ríkisstjórnin getur hinsvegar komið af stað annarri Búsáhaldabyltingu og jafnvel einhverju verra ef tekst að klúðra málum nógu mikið.
Þegar ástandið fer virkilega að versna þá kemur í ljós hvort fólki er oboðið, aftur.
Hótar annarri búsáhaldabyltingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar