Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
1.1.2015 | 13:06
Borgar sig að skipta yfir í LED perur?
Fyrst birt á svipan.is þann 15. 01. 2014 síðan þá hefur verð á perum breyst nokkuð en raforkuverð lítið.
17.108 krónur Sparast bara í rafmagnskostnað á ári í þessu dæmi og LED perurnar borga sig því upp á innan við ári (gæti tekið tvö ár miðað við verð á perum í dag 1. janúar 2015).
154.764 krónur sparast í bæði rafmagnskostnað og perur á sjö árum með því að nota LED perurnar í tíu ljós sem loga að meðaltali tíu tíma á dag alla daga ársins.
Nokkuð er um að Íslendingar velti fyrir sér hvort það borgi sig að kaupa þessar dýru LED perur í staðinn fyrir aðrar. Helsti vandinn er að reikna út bæði raforkunotkun og hvað þarf að kaupa mikið af perum til að skipta út. Algengt er að venjulegar perur endist nokkur þúsund klukkustundir en LED perurnar eiga að endast tugi þúsundir klukkustunda. Mismunandi eftir framleiðendum og framleiðsluvörum. Einnig þarf LED peran oftast að lýsa ekki minna en sú ljósapera sem fyrir er, til að birtan verði næg.
Svipan fékk eftirfarandi útreikninga og myndir frá raffræðingi sem var að skipta um perur í einu herbergi hjá sér. Hingað til hefur hann verið tregur til að skipta yfir í LED vegna þess að perurnar þóttu of dýrar og gáfu oft ekki nógu góða birtu. Árangurinn í þessu tilfelli er góður þar sem perurnar gefa nægan ljósstyrk og litur ljóssins er góður.
Með þessu fylgja eftirfarandi útreikningar miðað við tíu perur yfir sjö ára tímabil og myndir af árangrinum.
Útreikningarnir eru birtir með fyrirvara um mögulegar villur í þeim eða upplýsingum framleiðanda um raunverulega orkunotkun. Athugasemdir eru vel þegnar í athugasemdum hér með þessu bloggi.
Valdar voru perur frá IKEA einfaldlega vegna þess að verð á perunum er ágætt og allar nauðsynlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu IKEA og auðvelt er að vísa í þær.
Reiknum fyrst út halógen-perunar
35 Watta halógenperur keypar í IKEA http://www.ikea.is/products/4910
10 Stykki perur
350 Wött samtals
0,35 Kílówött
15,12 Krónur kosta þúsund Wött í klukkustund
5,29 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í klukkustund
52,92 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu klukkustundir á dag
19.316 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu tíma á dag alla daga ársins í eitt ár.
135.211 Krónur kostar rafmagnið í þessi ljós í sjö ár.
1000 Klukkustundir endist peran
10 Klukkustundir á dag
365 Daga á ári
3650 Samtals klukkustundir
3,65 Perur á ári
36,5 Perur sinnum tíu
256 Perur á sjö árum
750 Krónur kosta fjórar perur í pakka
187,50 Krónur kostar hver pera
47.906 Krónur kosta tíu halogenperur í sjö ár
183.117 Kosta perur og rafmagn í þessar tíu halógenpeur í sjö ár
Eða
26.160 Krónur að meðaltali á ári.
4 Watta LEDperur keypar í IKEA http://www.ikea.is/products/33988
10 Stykki perur
40 Wött samtals
0,04 Kílówött
15,12 Krónur kosta þúsund Wött í klukkustund
0,60 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í klukkustund
6,05 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu klukkustundir á dag
2.208 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu tíma á dag alla daga ársins í eitt ár.
15.453 Krónur kostar rafmagnið í þessi ljós í sjö ár.
25.000 Klukkustundir endist peran
10 Klukkustundir á dag
365 Daga á ári
3.650 Samtals klukkustundir
0,146 Perur á ári
1 Pera dugar í sjö ár
1290 Krónur kostar peran
12900 Kosta tíu LED perur
28.353 Kosta perur og rafmagn í þessar tíu LED perur í sjö ár
Eða
4.050 Krónur að meðaltali á ári.
17.108 Sparast bara í rafmagnskostnað á ári í þessu dæmi og LED perurnar borga sig því upp á innan við ári.
154.764 Sparast í bæði rafmagnskostnað og perur á sjö árum með því að nota LED perurnar í tíu ljós sem loga að meðaltali tíu tíma á dag alla daga ársins.
Svo sparast auðvitað enn meira með því að slökkva ljósin.
(Raforkunotkun er reiknuð út frá eftirfarandi notkun: 698kwst 10.551 krónur gerir 15,12 krónur á kílówattstund.)
Hér að neðan sést munurinn á lit og ljósstyrk þar sem búið er að setja LED peru hægra megin en það er Halogen pera vinstra megin. Á seinni myndinni er LED báðum megin.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar