Engir hafa meira hreðjatak á samfélaginu en rafvirkjar

Alveg er það magnað hvað þetta er komið í heimskulega stöðu. 

Engir hafa meira hreðjatak á samfélaginu en rafvirkjar. Það mun líða furðu stuttur tími frá því rafvirkjar eru komnir í verkfall þar til samfélagið fer að stöðvast. Það dugar reyndar að senda bara rafvirkjana í verkfall og borga þeim full laun á meðan.

Nútímasamfélagið gengur fyrir rafmagni, tölvukerfi bankanna, bensíndælurnar, bókstaflega allt gengur fyrir rafmagni og hver á að sjá um að koma rafmagni á aftur þegar heilu hverfin verða rafmagnslaus vegna bilunar?

Þessi heimskulega skítataktík viðsemjenda er að koma í hausinn á þeim eins og boomerang.

Það er bara ein leið í þessari kjarasamningalotu og það er að koma sér að samningaborðinu með raunverulegar lausnir bæði atvinnulífið og ríkið.

Það eru nýjir tímar í samfélaginu þar sem launþegar munu fá sinn réttláta skerf. Það er ekki 2007 lengur.


mbl.is Iðnaðarmenn slíta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning - auglýsing - borguð umfjöllun

Nú spyr ég einfaldlega eru ekki lög um svona umfjöllun?

Borgaði þetta leigufélag virkilega ekki fyrir þessa umfjöllun?

Hvað gerist svo ef leigjandinn gleymir að endurnýja samninginn, þá hækkar leigan er það ekki?

Leigusamningur sem þarf að endurnýja á hverju ári er ekkert annað en samningur sem hægt er að rifta og segja upp árlega. Það er ekki sjö ára samningur. Sjö ára samningur er sjö ára samningur það er bara allt annar hlutur.


mbl.is Fast leiguverð í sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2019

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 14117

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband