4.5.2010 | 10:33
Hvernig væri bara að hlúa betur að öðrum íþróttum?
Persónulega hef ég verulegar efasemdir um snjóframleiðlsu. Allir vita að það er verulegt vandamál með vatn í Bláfjöllum, það er ekki nóg vatn til að koma upp snjógerðargræjum.
Á sama tíma og óheyrilegum fjárhæðum er veitt til skíðasvæðisins í Bláfjöllum eru aðrar íþróttir hreinlega sveltar.
Þetta eru reyndar sumar íþróttir sem þurfa lítið sem ekkert til að blómstra. Ég tiltek sérstaklega sjó og vatnaíþróttir sem ekki þurfa völl, snjógerðarvél eða nokkurn skapaðan hlut annað en sæmilega aðstöðu í landi.
Siglingaíþróttin hefur til dæmis verið látin finna illilega fyrir því undanfarna áratugi. Ylströndin, eins góð og hún er, lokaði aðkomu Siglingafélags Reykjavíkur að sjó. Félagsheimilið var rifið til að rýma fyrir Tónlistarhöll og nú er rætt um að rífa aðstöðuna við Nauthólsvík. Öll loforð um að bæta Siglingafélagi Reykjavíkur aðstöðumissi hafa verið svikin, aftur og aftur.
Hvernig væri bara að hlúa að íþróttum sem hægt er að stunda á íslandi? Kajakklúbburinn hefur óskað eftir aðstöðu við Geldinganes en fengið lítil svör og engin loforð. Það sama gildir um Siglingafélag Reykjavíkur, engin svör fást um varanlega aðstöðu.
Það eru fleiri íþróttir í svipuðum málum og siglingaíþróttirnar, hvernig væri bara að byrja á að hlúa að þeim og geyma snjógerðarbullið?
Pólitískur áhugi á snjóframleiðslu fyrir sunnan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt !
Svo má líka slá margar flugur í einu höggi með því að bæta aðstæður til samgönguhjólreiða. ekki síst á milli sveitarfélaga og hverfa á höfuðborgarsvæðinu.
Aðstæður til hjólreiða má bæta á marga vegu :
Morten Lange, 4.5.2010 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.