7.9.2010 | 07:39
Fyrirtæki sem standa vel
Það eru fjölmörg fyrirtæki sem standa betur en nokkru sinni áður. Þetta eru fyrirtæki sem eru með tekjur sínar í erlendum gjaldeyri en borga laun í íslenskum krónum.
Þarna má til dæmis telja álverin, útgerðarfyrirtæki og önnur sem eru í útflutningi. Það er auðvitað alveg nauðsinlegt að lagfæra laun starfsmanna þessara fyrirtækja til samræmis við gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni.
Það eru engin haldbær rök til annars. Hærri laun þessara starfsmanna myndu þýða meiri veltu í samfélaginu öllu.
Hærri laun þar sem vel árar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útflutningsfyrirtækin stóðu mjög illa á "góðærisárunum", þegar gengi krónunnar var haldið allt, allt of háu.
Ég minnist þess nú ekki að þá hafi neinn haldið því fram að starfsmenn þeirra ættu að fá launalækkanir, eða minni launahækkanir en aðrir.
Staðreynin er bara sú að hin "góða staða" fyrirtækjanna núna er ekki enn að gera neitt meira en að vega upp tapið frá 2006-2008, þegar fyrirtækin urðu að steypa sér í skuldir eða ganga á eigið fé.
Enn sem komið er, þá er ekkert meira til skiptanna hjá þessum fyrirtækjum en öðrum, en ef krónan helst veik út 2011, fer málið að líta betur út.Púkinn, 7.9.2010 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.