Ef við samþykkjum að borga þetta hvað verðum við þá látin borga næst?

Þetta er nú ein af grundvallarspurningunum í þessu máli. Einkaskuldir einkarekins einkafyrirtækis einkafyrirtækisins eiga allt í einu að vera skuldir almennings.

 Ef við samþykkjum að borga þessa vitleysu, sem okkur ber engin lagaleg skylda til, hvað verðum við þá látin borga næst?


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun: Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”? 

Takið þátt og farið á hlekkinn:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

 Með kveðju, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:06

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðum við ekki þurft að borga þetta.  Það r makalaust hvað fólki finnst erfitt að skilja þetta.  Það má ekki mismuna eftir þjóðerni þar stendur hnífurinn í kúnni. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.12.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þórdís Bára: Hefurðu lesið neyðarlögin? Ég skora á þig að finna þeirri fullyrðingu stað í lögunum að þau feli í sér mismunun á grundvelli þjóðernis. Ef þú getur ekki vísað á tiltekna grein í lögum nr. 125/2008 þá hefur þú því miður skipað þér í hóp allt of margra sem fara með tilhæfulausar staðreyndir um þetta mál. Hafðu samt ekki áhyggjur, fæstir þingmenn höfðu lesið lögin sjálfir þegar þau voru samþykkt. Margir hafa einnig haldið að lögin feli í sér ríkisábyrgð á innstæðum en það er misskilningur, það er engin ríkisábyrgð á innstæðum á Íslandi!

Hinsvegar gáfu íslensk stjórnvöld út yfirlýsingu um að þau myndu tryggja björgun innstæðna úr þrotabúum gömlu bankanna, sem er í grundvallaratriðum allt annað mál. Þessi björgun fólst í því að setja áðurnefnd lög nr. 125/2008 þar sem innstæður eru settar framfyrir kröfuröð í þrotabú fjármálafyrirtækja, og þannig eru innstæður tryggðar að því leyti að eignir bankans fjármagni þær að svo miklu leyti sem þær hrökkva til. Í krafti sömu laga var Fjármálaeftirlitinu heimilað að yfirtaka þrotabúin og endurskipuleggja þau til að tryggja rekstrarsamfellu og þar með aðgengi fólks að innstæðum sínum. Það var gert með því að stofna nýjar kennitölur og láta þær yfirtaka skuldbindingar í formi innstæðna ásamt eignum á móti í formi lánasafna, greiðslukerfa, nauðsynlegs húsnæðis og útbúnaðar, ráðningarsamninga starfsfólks o.fl. Þessum nýju fyrirtækjum var svo lagt til eigið fé úr ríkissjóði til að gera þau rekstrarhæf í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Við endurskipulagninguna tók Fjármálaeftirlitið hinsvegar þá ákvörðun að færa ekki neitt úr erlendum útibúum yfir í nýju bankana, enda átti ríkið engan gjaldeyri til að leggja slíkri starfsemi til eigið fé og hún samræmdist heldur ekki rekstrarmarkmiðum nýju bankanna. Í þessu felst vissulega mismunun gagnvart innstæðueigendum, en hún er ekki á grundvelli þjóðernis heldur viðskiptasambands við tiltekna starfsstöð fyrirtækis, og fyrir þeirri ákvörðun liggja málefnalegar forsendur eins og hér hefur verið rakið.



Til að útskýra hvers vegna mismununin er ekki á grundvelli þjóðernis þá má ímynda sér að ef meirihluti innstæðna í einherju öðru útibú Landsbankans, t.d. á Selfossi, hefðu verið í Evrum og Pundum, þá það hefði það útibú líka verið skilið eftir í þrotabúinu. Til að setja málið enn frekar í samhengi má benda á að Íslendingar hafa margir sjálfir þurft að þola mismunun gagnvart sínum fjárhagslegu hagsmunum eftir því hvar þeir voru í viðskiptum. Þeir sem höfðu ofgreitt af gengistryggðum lánum hjá Avant fá sumir ekki nema hluta endurgreiddan á meðan viðskiptavinir SP-Fjármögnunar fá allt sitt gert upp. Lántakar hjá fyrirtækjum sem fóru í þrot hafa ekki haft sama aðgang að úrræðum vegna greiðsluerfiðleika og þeir sem eru í viðskiptum við endurskipulögð fyrirtæki. Meðal viðskiptavina nýju bankanna ríkir heldur ekki jafnræði, og svona mætti lengi telja.



Þær ákvarðanir sem voru teknar af Fjármálaeftirlitinu og skilanefndunum veturinn 2008-2009, voru heimilaðar með neyðarlögunum en þó ekki beinlínis afleiðing þeirra. Við framkvæmd endurskipulagningarinnar voru teknar ákvarðanir sem fólu í sér mismunun, en þær virðast aðeins hafa verið teknar með hliðsjón af því sem var framkvæmanlegt. Eitt sem var ekki framkvæmanlegt á þessum tíma var að fjármagna yfirtöku á stórum skuldbindingum í erlendum gjaldeyri, þar sem sá gjaldeyrir var einfaldlega ekki til og þó hann hefði verið fáanlegur að láni voru Bretar búnir að loka fyrir aðgang okkar að slíku með beitingu hryðjuverkalaga. Þess vegna var af tæknilegum ástæðum ekki annað hægt en að skilja erlendu útibúin eftir í þrotabúi Landsbankans. Innstæðurnar sem var hægt að bjarga úr öðrum útibúum voru í krónum og það var hægt að bjarga þeim vegna þess að íslenska ríkið getur tæknilega gert hvað sem það vill við krónur, t.d. prentað nánast óendanlega mikið af þeim, en yfir öðrum gjaldmiðlum höfum við ekki yfirráð.



Þegar reyndi á greiðsluskyldu Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta vegna IceSave kom í ljós að hann átti ekki nema 18 milljarða og gat hvergi fengið lán. Þegar þarna var komið við sögu opinberaðist sú blekking sem tryggingakerfi innstæðueigenda felur í sér, þar sem það lá ljóst fyrir að tæknilega var ómögulegt að uppfylla það loforð um tryggingavernd sem kerfið á að veita. ESB-leiðtogar töldu á þessum tímapunkti raunverulega hættu á að þetta myndi allt springa í andlitið á þeim, áhlaupið á bankakerfið myndi breiðast út um álfuna, og þeir myndu að lokum þurfa að horfast í augu við reiði borgaranna sem myndu vakna til vitundar um að innstæður þeirra væru í raun tapaðar. Í því samhengi má benda á að á Íslandi "töpuðust" engar innstæður, en samt varð búsáhalda-bylting hér, ímyndið ykkur þá hvernig hefði farið í hinni sögulega sundurleitu Evrópu! Eina leiðin fyrir leiðtoga Evrópuríkjanna til að afstýra blóðugri borgarastyrjöld var að lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum, beinlínis í trássi við samkeppnisreglur EES svæðisins, og eina leiðin til að komast upp með þann glæp er að gera alla samseka, þar með talið Ísland. Þess vegna er það sótt af svo miklu harðfylgi að þröngva upp á okkur ríkisábyrgð á þessum innstæðum, og takið eftir því að miðað við stöðugar eftirgjafir í samningaviðræðunum virðist ekki skipta höfuðmáli hver upphæðin er, en ríkisábyrgð skal það þó vera. Þangað til við samþykkjum það og öðrum til vítis og varnaðar erum við úthrópuð fyrir vanskil á skuld vegna láns sem við tókum aldrei. Alveg eins og Írar voru þvingaðir til að taka lán sem þeir vildu ekki, vegna þvingaðrar ríkisábyrgðar á bönkum sem hefðu einfaldlega átt að verða gjaldþrota.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2010 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband