20.11.2013 | 08:40
Elliðaárvirkjun má aldrei loka
Elliðaárvirkjun er eitt merkilegasta fyrirbæri íslandssögunnar hvorki meira né minna. Því má aldrei gleyma.
Sú hugrakka ákvörðun sem tekin var þegar virkjunin var byggð er einstök um alla veröld.
Í dag er næstum því öll raforka á Íslandi búin til með orku fallvatna eða gufuafli, það þekkist hvergi annarsstaðar í heiminum. Það ferli hófst með byggingu Elliðaárvirkjunar.
Auk þess og takið eftir, auk þess er virkjunin svo öflug að hægt er að nota hana sem neyðarrafstöð fyrir almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu gerist það að allur raforkuflutiningur til Reykjavíkur falli niður af einhverjum orsökum, náttúruhamförum eða einhverju álíka.
Það gæti einhverntíma þurft að skipta þessum trépípum út fyrir stálrör, en virkjunina sjálfa má aldrei afleggja og Guð forði okkur frá öllum slíkum vanhugsuðum, skammtíma sjónarmiða hugmyndum.
Með kveðju, Baldvin Björgvinsson, raffræðingur og rafiðnakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Óvíst um framtíð Elliðaárvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er þér fyllilega sammála, ekki má loka Elliðaárvirkjun. Þetta er merkilegur minnisvarði um framtak og hugvit Íslendinga. Því miður báru Hafnfirðingar ekki næga virðingu fyrir framtaki Jóhannesar Reykdal og virkjun hans á Læknum í Hafnarfirði. Það væri okkur til skammar ef Ellíðaárstöðin væri lögð niður.
Kjartan (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.