24.6.2014 | 09:25
Eitrað fyrir höfuðborgarbúum og fleirum
Brennisteinsvetni eða vetnissúlfíð (H2S), er litlaus eitruð gastegund. Gas þetta er þyngra en andrúmsloft og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir. Þetta er gastegundin sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun og berst til nálægra sveitarfélaga. 30 þúsund tonn á ári. Um það bil eitt tonn á hvern Kópavogsbúa á ári. Um það bil eitt tonn á hvern höfuðborgarbúa frá opnun Hellisheiðarvirkjunar. Rafvirkjar og rafeindavirkjar þekkja vandann sem þessu fylgir með bilunum í rafbúnaði. Læknar og lyfsalar þekkja einnig aukningu á öndunarfæravandamálum og söluaukningu á öndunarfæralyfjum eftir vindátt. Mælibúnaður hefur verið staðsettur í Lækjarbotnum undanfarna mánuði og hefur staðfest vandann.
Enginn vill bregðast við af ábyrgð
Ástandið er svo slæmt við Waldorfskólann í Lækjarbotnum að verið er að ræða það í alvöru að loka skólanum eða flytja hann annað. Vandamálið er hins vegar líka til staðar í íbúðabyggðum efst í Kópavogi. Reyndar á það við um allar efstu byggðir höfuðborgarsvæðisins og mengunin læðist reyndar lengra en það. Grunur er um bilanir í raftækjum á Landspítalanum við Hringbraut vegna þessa og hjá RUV í Efstaleitinu er vandamálið þekkt. Bæjarstjórinn og bæjarstjórn Kópavogs hafa ekki sýnt neinn vilja til að taka á málinu og krefjast tafarlausra úrbóta af Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur jarðvarmavirkjunina á Hengilssvæðinu. Þvert á móti hefur bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson vísað frá sér allri ábyrgð á málinu.
Auðleyst mál en viljann vantar
Það er merkilega auðvelt að losna við mengunina frá virkjuninni með hreinsibúnaði. Sú leið var einfaldlega ekki farin heldur var ákveðið að spúa brennisteinsvetninu bara yfir nágrennið. Hreinsibúnaðinn sem vantar er einfaldlega hægt að kaupa og koma fyrir á útblæstri virkjunarinnar. En þess í stað er verið að gera tilraunir með niðurdælingu efnisins. Tilraunir sem enginn veit hvort munu virka og munu væntanlega taka mörg ár. Þangað til munu bæði raftæki og lífverur líða fyrir mengunina frá virkjuninni sem á að vera svo græn.
Tími kominn á aðgerðir
Það er kominn tími til að einhver standi með nágrönnum virkjunarinnar í þessu máli. Heilsa fjölda fólks er í húfi.
Mengun verði betur vöktuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Makalaust hvað lygin um grænu endurnýjanlegu orkuna flaut langt.
GB (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 10:39
Já, þetta er svo grænt að víða í heiminum væri þessi mengun aldrei svo mikið sem nálægt því að vera leyfð.
Baldvin Björgvinsson, 24.6.2014 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.