Sannleikurinn um "skattaskjólin".

Menn halda kannski að þetta séu fyrstu gögnin sem skattrannsóknarstjóri fær. Sannleikurinn er að það er ekkert nýtt að gögn berist milli landa sem skatturinn getur nýtt sér.

Skattrannsóknarstjóraembætti okkar helstu viðskiptaþjóða hafa her manns í vinnu við skattrannsóknir og ekki veitir af. Samvinna þessara embætta, milli ríkja, er mikil.

Ef einhver heldur að hægt sé að fela fjármuni í skattaskjólum af öryggi þá er það algjör firra. Þegar gögn koma fram í hjá einum skattrannsóknarstjóra um einhvern í öðru ríki þá eru þær upplýsingar látnar ganga áfram.

Samvinna Norðurlandanna, Englands og auðvitað Evrópulandanna, USA og Kanada er gífurlega mikil á þessu sviði.

Hitt er að nú er staðan þannig að mjög auðvelt er að taka rafræn afrit af upplýsingum um eigendur bankareikninga í skattaskjólum. Og skattrannsóknarembættin kaupa þessi gögn fyrir stórfé og veita viðkomandi seljanda fullkomna vitnavernd.

Það gefur því augaleið að það er bara tímaspursmál hvenær einhver afritar og selur gögnin í hvaða banka sem er.

Skattaskjólin eru því í raun hluti af fortíðinni og ekkert annað að gera en að gera grein fyrir þeim fjármunum sem liggja hingað og þangað á földum reikningum áður en einhver annar gerir það.

 


mbl.is Leynigögn komin til skattrannsóknarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innköllun og eignakönnun eru mjög góð verkfæri. Þá er gefin út yfirlýsing um að allir sem eiga fjármagnseignir skuli koma til skattsins og gera grein fyrir þeim. Svo þegar fresturinn til þess er liðinn þá er einfaldlega skipt um krónu. Sú gamla verður verðlaus og þeir sem gerðu grein fyrir eignum sínum fá útgefnar nýjar eignir í nýjum krónum. Þannig er búið að leggja 100% skatt á eignir sem ekki eru gefnar upp til skatts, án þess að nein frekari rannsókn þurfi að fara fram. Sama er hægt að gera með gjaldeyri. Sá sem ætlar að koma með gjaldeyri inn í hagkerfið og fá honum skipt í gjaldgengan gjaldmiðil (nýjar krónur) skal hann gjöra svo vel og gera grein fyrir uppruna þess gjaldeyris með sannanlegum hætti, ellegar fá honum ekki skipt nema í gömlu krónurnar (þær verðlausu). Þannig væri tryggt að enginn sem hafi falið illa fengið fé hvort sem er innanlands eða erlendis, muni nokkurntíma geta notið góðs af því fé hér á landi. Þetta myndi sennilega bræða svona helminginn af snjóhengjunni. Restina þyrfti svo að rannsaka sérstaklega með hliðsjón af lögmæti og þá myndi aftur bráðna helmingur í viðbót þegar allir ólöglegu pappírarnir sem uppgötvast yrðu settir í tætarann. Það er ekkert mál að gera þetta og myndi hafa gríðarlega mikil jákvæð áhrif á innlent efnahagslíf. Reyndar væri þetta vænlegasta leiðin að einhverskonar heildarlausn á snjóhengjunni og fjármagnshöftunum, það er að afnema bara höftin á löglegt fjármagn en viðhalda þeim út í hið óendanlega á illa fengið fé sem er það sama og að skattleggja það 100%. Því miður eru stjórnmálamenn ekki til viðræðu um að fara þessa leið.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2015 kl. 09:44

2 identicon

Skattrannsòknarstjòra sagdi ad adeins stædi à fjàrmálaràduneitinu til ad hùn keypti gögn . Heimildin kom daginn eftir .Ekkert hefur svo gerst sîdan enda var tetta bara pôlitiskur leikaraskapur. Bjuggust ekki vid ad bjarni veitti heimild nema med skilyrdum sem hægt yrdi ad nota sem nei og hefja svo fussumsvei î Sammidlunum.

Borgar Sig. (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 10:22

3 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að erfiðlega getur reynst að sanna að gögnin séu ekki tilbúningur. Nótulaus viðskipti upp á hundruð milljóna í seðlum væri næg hvatning fyrir glæpamenn með tölvukunnáttu. En staðfesting á áreiðanleika fæst aðeins ef skattaskjólin eru samvinnuþýð, en þá væru þau ekki skattaskjól. Gögnin verða því aldrei nothæf sem sönnunargögn þó þau geti beint rannsakendum í átt sem gæti skilað einhverjum árangri. Það er ekki nóg að "vita" að einhver sé sekur það þarf að geta sannað það.

Davíð12 (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 00:46

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er einmitt hlutverk skattrannsóknarstjóra og starfsmanna þar, að klára að rannsaka málið.

Baldvin Björgvinsson, 15.3.2015 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband