16.3.2017 | 09:26
Hvers vegna ekki?
Hvers vegna getum við ekki farið að breyta lífeyrissjóði í almennt húsnæðiskerfi?
Sennilega eitt stærsta hagsmunamál félagsmanna, á eftir lífeyrisgreiðslum.
Að vísu myndu braskarar á húsnæðismarkaði, bankar og fleiri álíka missa spón úr aski sínum við það, sorrí en ég bara finn ekki til nokkurrar samúðar með þeim
Fara ekki í fasteignastarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlutverk líferyissjóðanna númer eitt er að greiða sjóðflélögum eins háan lífeyri og mögulegt er. Þeir hafa því þá skyldu að ávaxta fé sjóðsfélaga eins mikið og þair geta. Vissulega er hægt að vera með önnur markmið með starfsemi þeirra svo fremi sem það bitni ekki á ávöxtun lífeyrissparnaðar sjóðsfélaga. Lífeyrissjóðir geta þvi alveg lánað óhagnaðardrifnum leigufélögum á sömu kjörum og öðrum en að gerast eigendur af félögum þar sem ekki er gerð eðlileg arðsemiskrafa kemur ekki til greina enda verið að ganga á rétt sjóðslelaga til eins hárra lífeyrisgreiðslna og mögulegt er með slíku.
Sigurður M Grétarsson, 16.3.2017 kl. 10:03
Mágur minn hafdi borgad í lífeyrissjód, thegar hann lést rúmar 25.milljónir og nádi aldrei ad nota sér thessi "dásamlegur réttindi" sem
SMG er ad reyna ad réttlaeta.
Besta ávoxtuninn hjá lífeyrissjódunum, er, thegar fólk hrekkur upp af, rétt fyrir toku lífeyris.
Ef thetta hefdi verid framreiknad og hann lagt inná bunda bók, hefdi hann átt rúmar 100 milljónir.
Ekkjan, fékk rétt rúmar 3 milljónir, en restinni var stolid.
Alls stadar í Evrópu, thá erfist lífeyrissjódurinn til ekkju eda barna, en á Íslandi er
thessu stolid og enginn segir neitt. Leggja thetta fyrirbaeri nidur hid fyrsta og
taka frekar upp sparimerkjakerfid. Virkadi betur og thú áttir thó sjódinn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.3.2017 kl. 11:03
Það var engu stolið. Menn eru ekki að skapa sér eign í krónum og aurum með því að greiða í lífeyrissjóði heldur að kaupa sér afkomutryggingu á efri árum og ef menn verða öryrkjar. Þeir sem ekki verða öryrkjar og látast áður en þeir ná ellilífeyrisaldri þurfa ekki á slíkri afkomutryggingu að halda. Þeir sem hins vegar lifa lengi eða verða öryrkjar þurfa á slíkri tryggingu að halda og fá hana. Þetta er samtryggingakerfi þar sem þeir sem lifa lengi njóta afkomutryggingar. Lífeyrissjóirnir eru ekki að stela neinu heldur verður allt sem fer inn í þá greitt út til sjóðfélaga utan þess sem fer í rekstur þeirra. Þar má reyndar taka til hendinni og lækka þann kostnað verulega.
Sigurður M Grétarsson, 16.3.2017 kl. 12:29
það væri kanski hægt að líta svoleiðis á hlutina Sigurður ef að þetta væri valkvæt og ef að einstæklingurinn þyrfti ekki að verað yfir 90 ára til að fá til baka það sem hann lagði í þetta, þannig að halda því framm að þetta sé afkomutrygging er djók.
Ingi Þór Jónsson, 16.3.2017 kl. 15:17
Engvu stoli SMG....???
Þetta var tekið af hans launum, sem hann vann sér inn og þar með eru þeir peningar hans.
Ef við förum þá leið, að menn séu að skapa sér "afkomutryggingu", ættu þá ekki allir
að borga bara jafnt í sjóðin án tillits til launa...???
Þeir græða þá mest sem minnst leggja fram.
Þvílíkt kjaftæði.
Þetta er og verður ekkert annað en þjófnaður af verstu sort.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2017 kl. 16:27
Gleymum svo ekki því. Að hann hefði skapað sér mun betri
"afkomutryggingu" ef hann hefði lagt þetta inná sína
eigin bók í stað þess að þetta var hirt með lögum
inní lífeyrissjóðsbáknið.
Þetta er ekkert eina dæmið og nóg til af slíku.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2017 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.