Póstburður er orðinn stórvandamál

Það er orðið altalað vandamál hvað póstur berst oft illa.

Við lentum í því fyrir fáum árum að póstur sem við vissum að hafði verið sendur til okkar barst ekki. Við búum í einbýlishúsi, vel merktu með númeri og nöfnum, getur ekki klikkað.

Þegar við gerðum fyrirspurn til póstsins kannaðist enginn við vandann. Þegar við töldum upp öll bréfin sem við biðum eftir, ma. áríðandi póst frá opinberum aðilum, þá skyndilega datt tveggja tommu þykkur bunki inn um lúguna hjá okkur.

Það hafði ekki öllu verið hent í einhverja ruslatunnu, en mikið af elsta póstinum vantaði og skilaði sér aldrei.

Maður heyrir að þessi mál séu stanslaust að koma upp og það er kominn tími til að pósturinn fari í að finna hvert vandamálið er og leysi það.


mbl.is Bréfberi var með vegabréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að lenda ítrekað í þessu undanfarin 10 ár og er alvarlega að hugsa um að kæra Íslandspóst! Erlendis eru sektir eða fangelsisvist ef póstburðamanneskja er staðin að því að týna, opna eða bera ekki út bréf/pakka. Hér er bara ypt öxlum og manni látið líða einsog fífli þegar maður ætlast til að fá póstinn snuðrulaust! Ömurleg þjónusta.

anna (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 11:44

2 identicon

 Þetta minnir mig á gamlan póstmann, sem vann í pósthúsinu niðrí miðborginni, og hafði þann sið að setja sum bréf í sérstakt hólf í skápnum sínum, þegar hann var að sortéra póstinn, og hafði það eitt til skýringar, að hann vildi athuga þennan póst dálítið nánar, þegar yfirmaðurinn spurði hann um ástæðuna, og þó var allt í lagi með bréfin, þau vel merkt bæði hvað heimilisfang og eins pósthólf áhrærði. Hann vildi bara geyma þessi bréf fyrir sjálfan sig. Þegar hann tók eitt slíkt bréf, þá skoðaði hann það í krók og kring og lá við, að hann tæki reglustikuna til að mæla umslagið, vildi jafnvel taka það upp til þess að athuga innihaldið, þar sem hann var svo forvitinn að vita, hvað það innihélt. Þegar blöð og tímarit til gamalla póstmanna komu á hans borð, þá var hann vanur að taka þau upp og lesa þau, áður en áskrifendurnir fengu þau, og sárnaði mörgum framferðið. Þetta þótti líka alveg ólíðandi, enda fékk hann fjölmargt tiltalið fyrir athæfið, þótt það væri eins og að skvetta vatn á gæs að tala við hann. Hann virtist ekki geta að þessu gert, svo að yfirmaður hans sagði mér, að hann væri vanur að fara í skápinn hans á hverju kvöldi, áður en hann færi af vaktinni, til þess að hreinsa úr honum og koma póstinum til skila. Þessi karl var líka alveg óþolandi með öllu og þótti óskaplega skrýtinn fugl. Á endanum var hann látinn hætta þarna og settur í önnur störf. Hann verður nú áttræður á þessu ári og vonandi hættur í vinnu hjá Póstinum. En því miður er enn til fólk eins og hann, virðist vera eftir fréttinni að dæma.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 12:10

3 identicon

Það er Íslandspóstur sem er vandamálið. Þjónustan hjá þeim er fyrir neðan allar hellur og ætti helzt að leggja þetta skítafyrirtæki niður og setja póstburðarleyfir í útboð og helzt að hafa fleiri en einn aðila á samkeppnismarkaði.

Kunningi komst að því þegar hann sendi pakka með bókargjöf sem rekjanlegt bréf vestur um haf og greiddi offjár fyrir, að þessi pakki var alls ekki rekjanlegur. Pakkinn hvarf á leiðinni og starfsmönnum Íslandspósts var alveg skítsama. Og til að fá skaðabætur verður hann að bíða amk. 6 mánuði.

Svona er þegar einokun er á nauðsynlegri þjónustu, þá verður hún arfaléleg.

Mér finnst að það ætti ekki aðeins að reka þennan bréfbera í fréttinni og dæma fyrir vanrækslu, heldur alla hans yfirmenn líka.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 13:08

4 identicon

Ég vil bæta hér við sögu um útburð jólakorta í Álfheimunum í Reykjavík. Stór hluti jólakortanna til minnar fjölskyldu var borin út á annan dag jóla. Kortin voru með póststimpli 16. 17. og 18. desember þ.e mörgum dögum fyrir þann lokadag sem Íslandspóstur gefur upp sem síðasta dag til að kort séu borin út fyrir jól.Eftir heilmikla rekistefnu og mörg símtöl við Íslandspóst fékk ég skýringuna að "eitthvað hefði komið uppá" hjá bréfberanum og honum því ekki tekist að beara út á þorláksmessu sem reyndar var viku eftir að bréfin voru póstlögð. Pósturinn sagðist ætla að skoða málið! Sem sagt bréfberinn hefur verið með allan jólapóstinn minn heima hjá sér öll jólin! Hvað eru margir metrar frá pósthúsinu í Síðumúlanum og í Álfheimana ? Líklega hefði ég fengið jólakortin mín fyrir jól ef ég hefði búið á Kópaskeri. Leggja þetta fyrirtæki niður strax !

Ragnheiður Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband