7.5.2017 | 14:32
Við erum ennþá að bíða
Við hjónin erum ennþá að bíða eftir greiðslu bóta sem WOW á að greiða okkur vegna tafar á flugi. WOW hafa beitt öllum skítatrixum í bókinni til að komast hjá að greiða bæturnar og við bíðum enn.
Fjúkandi illur faðir vildi fá lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir gefa sig á endanum, þetta er þinn réttur. Ekki gefa þetta eftir.
Bjössi (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 15:02
Skúli Mogensen gekk eitt sinn inn á bar.
– Einn kaldan takk.
– Já herra, það verða 100 krónur.
– Ekki var það dýrt!
– Nei herra forstjóri, við framreiðum ódýrasta bjór í allri Reykjavík.
– Hér fær maður sko eitthvað fyrir peningana. Sagði herra Mogensen ánægður.
– Ég sé að þér hafið ekki glas meðferðis, þér getið notað glas frá okkur, það kostar 200 krónur.
Herra Mogensen setti í brúnirnar en ákvað að gera ekki veður út af smámunum. Hann gekk að borði við gluggann og bað um að honum yrði færður bjórinn þangað.
– Afsakið herra, en þér hafið víst ekki bókað borð, það kostar 200 krónur. Ef herrann vill sitja við gluggann kostar það 300 krónur. Herrann hefði getað sparað sér 50 krónur með því að panta borð á netinu fyrirfram.
Herra Mogensen tók eftir því að stólarnir virtust gerðir fyrir börn svo hann spurði um stærri stól.
– Forstjórinn getur að sjálfsögðu fengið stærri stól, það kostar 400 krónur aukalega fyrir fólk í yfirstærð.
Það var farið að fjúka í Mogensen forstjóra, sem ekki taldi sig vera í yfirstærð enda duglegur í ræktinni þegar hann má vera að. En hann sagði ekkert.
Mogensen settist í dýra stólinn sem hann ekki gat séð að væri stærri en borðstofustóllinn heima, reif æpaddinn upp úr töskunni og ætlaði að fara að athuga netpóstinn.
– Afsakið, en þér sitjið í þeim hluta salarins þar sem ekki er leyfilegt að nota rafeindatæki. Fyrir 400 krónur er hægt að kaupa aðgang að innri salnum þar sem má vera með síma og tölvur. Netaðgangur kostar 350 krónur klukkutíminn.
Mogensen forstjóri var um það bil að missa stjórn á sér, aukakostnaðurinn við einn bjór sem átti að kosta 100 krónur var nú kominn i 1650 krónur en ekkert bólaði á veigunum.
– Á EKKI AÐ FARA AÐ BERA FRAM ÞENNAN A-NS BJÓR!?
– Því miður herra forstjóri. Vegna seinkunar á afgreiðslu frá ölgerðinni hefur bjórnum yðar verið aflýst. Hér eru 100 krónur. Við endurgreiðum alltaf að fullu við aflýsingu.
– Jahhháá! En hvað með 1650 krónurnar sem ég er búinn að greiða aukalega?
– Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins erum við aðeins skyldug að endurgreiða verðið á bjórnum, aukaleg þjónusta er ekki innifalin í endurgreiðsluskyldu.
Við þökkum æðislega fyrir geggjaða heimsókn yðar til kúlasta barsins á Íslandi og munið að hjá okkur færðu alltaf ódýrasta ölið.
Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 18:39
Það er eins og sumir átti sig ekki á því að illt umtal skaðar meira en mörg góð.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2017 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.