Panamafélagið stofnfundur

Panamafélagið verður stofnað þann 17 júní. Tilgangur þess er fyrst og fremst að vera vettvangur frjórra og nýstárlegra hugmynda fyrir stjórnmálafólk og aðra. Hugmyndunum er sérstaklega ætlað að hjálpa félagsmönnum og vinum þeirra að komast yfir auðlindir þjóða og koma fjármunum undan. Bæði að fela fjármuni í skattaskjólum og komast hjá skattgreiðslum af uppsöfnuðu fé.

Til þess að vera gjaldgengur stofnfélagi þarf viðkomandi að vera nefndur í panamaskjölunum svokölluðu eða geta sýnt fram á eignarhald eða stjórnarsetu í aflandsfélagi eða öðru sambærilegu félagi sem hefur þann tilgang að vera skattaskjól.

Til þess að geta orðið félagi síðar þá verður fullgildur meðlimur í félaginu að mæla með viðkomandi umsækjanda og tíu aðrir félagar að staðfesta meðmælin.

Fljótlega eftir stofnun félagsins verða haldnir fundir með áhugaverðum einstaklingum. Fyrstur verður Frank Abagnale Jr. þekktur bandarískur svindlari sem margir kannast við úr kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Næstur í röðinni verður Jordan Belfort, vel þekktur íslandsvinur, sem margir þekkja úr kvikmyndinni „Wolf of Wallstreet“.

Á öllum fundum félagsins verða til ráðgjafar þekktir aðilar úr íslenska bankakerfinu frá árunum fyrir hrun. Einnig forsvarsmenn ýmissa stéttarfélaga sem sátu í stjórnum aflandsfélaga en kannast síðan ekkert við það í dag. Þeir munu kenna félagsmönnum að ljúga með sannfærandi hætti.

Þegar allar auðlindir íslensku þjóðarinnar hafa verið yfirteknar af félagsmönnum með einum eða öðrum hætti mun félagið útvíkka starfsemi sína út um allan heim.

Sjáumst á stofnfundinum,
Ég er nú þegar búinn að ákveða að enginn sé hæfur formaður nema ég,
Pétur Pan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband