Ekki flókið að leysa þetta

Formaður Neytendasamtakananna tekur bara smálán og fer svo í mál...

Neytendasamtökin og VR dekka kostnað.


mbl.is Lögbannskröfu vegna smálána hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skemmtileg hugmynd en raunveruleikinn er flóknari. Vegferð eins og sú sem þú stingur upp á myndi ekki skila neinu fyrir neinn (nema formann NS).

Samkvæmt EES-reglum á sviði neytendaverndar á ekki að þurfa slíka snúninga, samtök á sviði neytendaverndar eiga að geta fengið svona lögbann lagt á til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Hagsmunasamtök heimilanna reyndu í tvígang að beita þessu úrræði til að stöðva innheimtu ólöglegra gengislána sem ekki var búið að endurreikna og leiðrétta. Þar var það Hæstiréttur Íslands sem reyndist vera helsti andstæðingur þess að slíkt lögbann næði fram að ganga. Rétturinn beitti öðrum lögum (almennum lögum um lögbann) til þess að færa þau rök að lögbann samkvæmt lögum til verndar heildarhagsmunum neytenda gæti ekki náð fram að ganga. Sú túlkun er í hrópandi andstöðu við EES-reglurnar sem eiga að vernda neytendur en svona er Ísland.

Verkefni lögmanns Almennrar innheimtu við að verjast lögbannskröfu Neytendasamtakanna hefur því verið einfalt: Leggja fram tvo Hæstaréttardóma úr málum Hagsmunasamtaka heimilanna og benda sýslumanni á að samkvæmt þeim dómafordæmum væri útilokað að lögbannsbeiðnin gæti náð fram að ganga, þar sem hver og einn viðskiptavinur ætti að sækja sér bætur sjálfur.

Þetta er auðvitað súrrealískt, en því miður mjög lýsandi vitnisburður um afstöðu íslenska réttarkerfisins til málefna neytenda og vanvirðingu stjórnvalda við EES-reglur.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2019 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að Hagsmunasamtök heimilanna hafa samið frumvarp til að breyta lögum þannig að þetta úrræði virki. Það hefur ítrekað verið sent til hlutaðeigandi stjórnvalda og fylgt með umsögnum við ýmis frumvarp sem þessu tengjast beint eða óbeint. Því miður hafa stjórnvöld látið sem ekkert sé og hunsað þessar ábendingar hingað til.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2019 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband