30.1.2020 | 08:49
Svo tjáir sig hver sem hann hefur vit til.
Ísland er dýrasta land í heiminum. Til þess að búa í dýrasta landi í heiminum þarf hæstu laun í heiminum.
Að saka verkafólk sem ekki getur lifað af launum sínum og biður um að fá að ná endum saman um veruleikafirringu er ekkert annað en veruleikafirring og skortur á heilbrigðri skynsemi.
Að segja að þetta sama fólk komi af stað höfrungahlaupi launa eru innantómustu rök sem hægt er að leggja fram og ekkert annað en aum rökþrot.
Orsök höfrungahlaupsins er ekki að finna hjá þeim sem verður að fá hærri laun til að ná endum saman. Orsökina er til dæmis að finna í allt of háum húsnæðiskostnaði og allt of háum matarkostnaði og allt of háum fatakostnaði og svo framvegis, sem sagt allt of háum framfærslukostnaði í dýrasta landi í heiminum.
Höfrungahlaup er leikur sem er leikinn í báðar áttir. Í þetta skiptið hófst hann hjá þeim sem hæstu launin hafa.
Allir eiga rétt á réttlátum launum fyrir sína vinnu. Launum þar sem ein vinna dugir til framfærslu. Reykjavíkurborg á að fara fram með góðu fordæmi og greiða sínu fólki laun sem duga.
Skortir veruleikatengslin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur ekki velt því fyrir þér hvort ástæða þess hve verðlag hér er hátt sé kannski að einhverju leyti vegna þess hversu laun eru há? Eða hefur þú skoðað hlutfallið milli launa og verðlags annars staðar í heiminum? Er það mjög ólíkt því sem hér er?
Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2020 kl. 10:17
Jú ég hef velt því fyrir mér. Ég get engan veginn séð nein einustu rök fyrir því að orsakatengslin séu í þá átt að launin séu orsökin. Launin eru afleiðing en ekki orsök.
Baldvin Björgvinsson, 30.1.2020 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.