Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum

Það er mín bjargfasta skoðun að það skipti mestu máli að peningar lífeyrissjóðanna séu til staðar þegar að því kemur að ég þarf á þeim að halda.

Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum sem fjárfesting í flugrekstri er næstum alltaf.

Lífeyrissjóðir eiga að festa fé sitt í eins öruggum fjárfestingum og mögulegt er, það skiptir mestu máli.

Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að ýmisir aðilar fjárfesti í Icelandair, sérstaklega þeir sem hafa hag að því að flug milli Íslands og annarra landa sé sem best. Hótelrekendur, ferðaþjónstufyrirtæki, hvalaskoðunarfyrirtæki, og svo framvegis, já og jafnvel bankar, en þá aðeins bankar sem stunda áhættufjárfestingar. Það eru ekki allir bankar þar.

Satt að segja veit ég ekki hvað Seðlabankastjóra kemur þetta við.


mbl.is SÍ skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lífeyrissjóðir eiga að setja fé í blandaðar fjárfestingar. Þar geta bæði verði áhættulitlar fjárfestingar með lágri ávöxtun og áhættusamari fjárfestingar með hærri ávöxtun. Leiðin til að verjast áhættu í fjárfestingum er ekki sú að forðast allar áhættusamar fjárfestingar, heldur að blanda þeim saman og jafna þannig út áhættuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 12:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausnin á þessu er einföld, að sjóðfélagar kjósi sér sjálfir lífeyrissjóði og stjórnendur þeirra. Burt með skítugar krumlur sérhagsmuna af lífeyrissparnaði okkar!

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 14:19

3 identicon

Það er ein forsenda þess að þú fáir áætlaðan lífeyri ævilangt eða örorkugreiðslur fram að eftirlaunaaldri, en ekki bara endurgreiðslu á innborgun, að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í einhverju sem skili sem mestri ávöxtun. Inngreiðsla þín án ávöxtunar dugar bara til greiðslu lífeyris í nokkra mánuði. Lífeyrissjóðurinn þarf að margfalda þínar inngreiðslur til að standa undir því sem þú ætlast til að fá út úr lífeyrissjóðnum. Öruggar fjárfestingar, séu þær einhverjar til, skila litlu og því þér aðeins broti af því sem gert er ráð fyrir að þú fáir.

Án áhættu er enginn ávinningur og ástandið í miðri kreppu eða farsótt er hvorki dæmigert né viðvarandi. Fjárfestar sjá svona tíma sem gullið tækifæri til að kaupa, hinir selja og grenja svo þegar það sem þeir seldu margfaldast í verði, samanber hrægammasjóðina frægu sem keyptu það sem Íslendingar töldu vonlausar áhættufjárfestingar sem lífeyrissjóðir ættu að forðast.

Seðlabankastjóra kemur þetta við vegna þess að stofnun undir hans stjórn ber að skoða hvort stjórnarmenn séu að taka sjálfstæðar ákvarðanir fyrir sjóðsfélaga eins og þeim ber eða hvort þeim sé fjarstýrt af utanaðkomandi aðilum, aðilum sem ber ekki skylda til og eru ekki að gæta hagsmuna sjóðsfélaga. Hagsmunir sjóðsfélaga, atvinnurekenda og launþega eru ekki þeir sömu þó þeir skarist víða.

Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2020 kl. 18:01

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allir sjóðfélagar eru (eða hafa verið) launþegar og hagsmunir þess hóps fara því saman einfaldlega vegna þess að þeir eru einn og sami hópurinn.

Hagsmunir sjóðfélaga sem eru launþegar, fara hins vegar ekki saman með hagsmunum atvinnurekenda sem eru ekki sjóðfélagar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 18:37

5 identicon

"Allir sjóðfélagar eru (eða hafa verið) launþegar og hagsmunir þess hóps fara því saman einfaldlega vegna þess að þeir eru einn og sami hópurinn." Það mætti þá eins segja að allir sjóðfélagar séu atvinnurekendur og hagsmunir þess hóps fara því saman einfaldlega vegna þess að þeir eru einn og sami hópurinn. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur fyrirtækjanna í landinu, enginn á meira undir í því að fyrirtækin blómstri, skili hagnaði og borgi mikinn arð. 

Hagsmunir þeirra sem eru eitthvað sem ég hef verið, en er ekki endilega lengur, eru ekki endilega þeir sömu og mínir. Það eru hagsmunir launþega að sem mest af kostnaði fyrirtækja fari í launagreiðslur en skili sér ekki sem hagnaður og arður til eigenda, sem oft eru lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðirnir og sjóðsfélagar þeirra, sem hluthafar í fyrirtækjunum, eiga marga sömu hagsmuni og atvinnurekendur og hafa engan sérstakan hag af bættum kjörum launþega. Það er ekki neitt samasemmerki milli launþega og sjóðsfélaga. Sjóðsfélagar í lífeyrissjóði verslunarmanna hafa engan hag af því að laun trésmiða hækki ef sjóðurinn á hlut í trésmiðju. Lífeyrissjóður sjómanna tapar á launahækkunum bankastarfsmanna ef hann á hlut í banka. Launahækkanir skerða tekjur lífeyrissjóða og hafa því neikvæð áhrif á lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga, jafnvel þó sumir sjóðsfélaganna fái einhverja launahækkun.

Í dag eru um 50.000 sjóðsfélagar sem þiggja greiðslur frá lífeyrissjóðum og ekki eru launþegar. Hagsmunir þeirra liggja eingöngu með hagsmunum atvinnurekenda.

Vagn (IP-tala skráð) 23.9.2020 kl. 19:27

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þorsteinn ertu búinn að gleyma hruninu? Þegar sumir lífeyrissjóðir hreinlega hurfu og aðrir urðu fyrir stórtjóni? Enginn slapp nema Lífeyrissjóður bankamanna...

Nei það er alveg sama hvað þú segir, þú breytir ekki þeirri staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum.

Traust og trygg ávöxtun til lengri tíma er það sem skiptir máli.

Baldvin Björgvinsson, 23.9.2020 kl. 22:03

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég get í rauninni bara endurtekið það sem ég sagði áður Baldvin. Með því að fjárfesta í hlutabréfum næst miklu betri ávöxtun en með því að kaupa áhættulaus bréf á borð við ríkisskuldabréf. Áhættan er lágmörkuð með því að dreifa fjárfestingunni. Ef þú fjárfestir í einu fyrirtæki tekur þú mikla áhættu. Ef þú fjárfestir í 100 fyrirtækjum á mismunandi mörkuðum nærðu góðri ávöxtun, en lágmarkar áhættuna. Það er einfaldlega þannig sem sjóðir á borð við lífeyrissjóði fjárfesta og svo lengi sem þess er gætt að eignasafnið sé nægilega dreift er nákvæmlega ekkert að því að fjárfesta þannig. Og það kemur lífeyrisþegum til góða því þá hafa þeir meira til skiptanna. Ertu viss um að þú vitir hvað þú meinar þegar þú talar um "áhættufjárfestingar"? Hvað er það nákvæmlega sem þú meinar með því?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband