Alveg ótrúleg afstaða

Hvernig geta þau sem bera ábyrgð á menntun barna í Reykjavík ætlast til þess að börn mæti til náms í líklega heilsuspillandi og mögulega banvænu húsnæði?

Þetta er ekki flókið.

Gámakennslustofur eru alltaf mikið betri lausn og svo jarðýtuna á þetta ónýta skólahúsnæði.

Byggja nýtt, heilsusamlegt í samræmi við Heimsmakrmið Sameinuðu þjóðanna og kennslurými miðað við nútíma kennsluhætti.

Það er það sem opinberir aðilar eiga að gera í kreppu, fara í framkvæmdir.


mbl.is Gengið að kröfu foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti halda á umræðunni að mygla væri nýtt fyrirbæri í Íslenskum húsum og að hús byggð á síðustu áratugum séu þau verstu frá landnámi. Það gleymist að Íslendingar hafa gegnum aldirnar búið í torfkofum sem voru loðnir af myglu að innan. Óþéttum lekum timburhúsum úr fúaspýtum einangruðum með efnum sem mygluðu við minnsta raka. Og steypuhúsum með glugga sem voru svartir af myglu hringinn í kringum einfalt saggandi glerið með rakabletti í öðru hverju herbergi og kaldan blautan kjallara.

Núna veikist fólk við það að gsm sendir er settur upp, og það áður en hann er tengdur við rafmagn. Finnur lykt frá verksmiðjum og fær hósta þó vindátt sé frá þeim í átt að verksmiðjunni. Telur neikvæða strauma frá teskeið í stálvaski orsaka svefnleysi og kláða. Og húsnæði er sagt heilsuspillandi ef myglugró finnst, þó myglugró sé að finna allstaðar og það þyrfti geimfarabúning og fullkomnustu loftsíur til að fá það ekki í sig og á. Og heilu bekkirnir af börnum veikjast við skólagöngu þó myglugró séu færri í skólanum en heima hjá þeim. Getur verið að það mætti oft spara kostnaðarsamar endurbætur, aðgerðir og jafnvel niðurrif með sálfræðiaðstoð og geðlyfjum?

Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 03:21

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fólk lifði ekki eins lengi og það gerir í dag og var oft ekki við góða heilsu. Vegna þess að aðstæður voru slæmar. Þessi ummæli þín halda ekki vatni sem rök í umræðuna, Vagn.

Ps. Það er góð Íslenzk kurteisi að koma ætið fram undir fullu nafni.

Kveðja, Baldvin Björgvinsson, Framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Baldvin Björgvinsson, 18.3.2021 kl. 07:54

3 identicon

Já, Íslendingar voru ekki langlífir fyrr á öldum af ýmsum ástæðum. En fyrir 20,30,40 árum vorum við með lánglífasta fólki í heimi og enginn veikur af myglu.

Það er góð Íslensk kurteisi að vera ekki að agnúas út í dulnefni þegar maður hefur sjálfur sett styllingar bloggsíðu til að leyfa dulnefni. Auk þess sem það er liður í netöryggi að vera ekki að opinbera nafn sitt nema á öruggum síðum. 

Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 14076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband