Skólahúsnæði á að rífa reglulega og byggja nýtt

Skólar eru þannig, sérstaklega barnaskólar, að það á einfaldlega að rífa þá og byggja nýjan.

Í Kópavogi var sú skynsamlega ákvörðun tekin varðandi Kársnesskóla.

Helsta hlutverk skóla er að uppfylla skilyrði um nýjustu og bestu kennsluaðferðir og um leið þarf aðstaðan í skólanum að henta til þess. 50 ára gamall skóli gerir það ekki.

Auk þess endast byggingar ekki endalaust og engin ástæða til að vera eitthvað að reyna að láta skóla endast lengi.

Rífa hann og byggja nýjan sem hentar nútíma kennsluháttum.


mbl.is Svartnætti og mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fullt af skólum sem eru 50 + sem er ekkert að.

Það sem klikkar þarna er stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.

Og... Dagur B Eggertsson ber ábyrgð á því

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 14:00

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Baldvin,

Mér finnst að Íslenskir arkitektar, verkfræðingar og verktakar þurfi að fara að læra að byggja upp á nýtt!

Hvert húsnæðið á fætur öðru hefur verið dæmt ónýtt undanfarin ár.  Í sumum tilfellum nýbyggt húsnæði, með óheyrilwgum kostnaði fyrir þjóðfélagið.  

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til þeirra aðila, sem hanna og byggja að þeir hafi einhverja grútartýru af þekkingu á því, sem þeir eru að gera!  Sú virðist ekki raunin og það á að gera þessa aðila fjárhagslega ábyrga fyrir því sem þeir gera.  Núna virðast verkkaupar í langflestum tilfellum sitja eftir með reikninginn.  

Að viðgerðir séu ónýtar áður en húsið er tekið aftur í notkun er ekkert annað en fúsk og algjört þekkingarleysi á vandamálinu og hvernig eigi að leysa það!

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 27.5.2021 kl. 15:31

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég er einfaldlega ósammála því að það sé til margra tuga ára gamall skóli sem ekkert er að. Það má vera að húsnæðið sé nothæft í eitthvað annað en sem skóli, nei.

Það er rétt að taka það fram að ég er kennari.

Þær kröfur sem gerðar eru til kennsluhúsnæðis í dag eru allt aðrar en voru fyrir áratugum síðan.

Stofur eiga að vera stærri og skólinn allur rýmri og betri.

Gamlir steinsteyptir skólar eru þannig byggðir, oft byggðir sem almannavarnabyrgi, að það er útilokað að breyta þeim og ekkert annað að gera en að rífa þá til grunna og byggja nýjan á lóðinni.

Það er líka bara gott fyrir alla.

Baldvin Björgvinsson, 28.5.2021 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband