Fundað um framtíð heimsins

Þessi fundur er í raun um framtíð heimsins eins og við þekkjum hann í dag.
Kínverjar eiga í raun helminginn af USA og ástandið er alvarlegt í fjármálum allra þeirra 20 landa hverra talsmenn eru þarna samankomnir.
Komist menn ekki að nothæfri lausn þá stendur heimurinn frammi fyrir alvarlegu ástandi og sumir segja grunninum að þriðju heimsstyrjöldinni.

Það er full ástæða til að fylgjast vel með þessum fundi og biðja þess að niðurstaðan verði góð.

Eitt er þó á hreinu. Sú hugmyndafræði og aðferðir sem notast hefur verið við undanfarin ár hefur beðið algjört skipbtot og verður ekki áfram til í sömu mynd. Heimurinn mun breytast, spurningin er bara hvernig?


mbl.is Fundað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Eitthvað hefur blaðamaður MBL skilið mannfjöldann rangt það er áætlað að það hafi veri 35.000 en ekki 5000 manns:

"estimated at 35,000 by police"

http://www.guardian.co.uk/world/2009/mar/28/g20-protest-police-rainbow-alliance

galdratommi@googlemail.com (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:20

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Æjá, íslenskir fjölmiðlar, ritskoðaðir, hafa varla sagt frá þessum atburði.

Mótmælin hófust á laugardag með mótmælagöngu og fundi þar sem tugir þúsunda tóku þátt.

Ég tók þátt í þeirri mótmælagöngu, tók myndir, kom heim með mótmælaspjaldið.

"Been there, done that, got the picture".

Íslenskir fjölmiðlar hafa verið að birta litlar, villandi og rangar fréttir af fundinum og sérstaklega lítið sagt frá mótmælunum sem eru ekki minni en voru hér eftir áramótin.

Það á enn eftir að sjóða almennilega uppúr þarna, það eru tugir þúsunda lögreglumanna að sinna þessu verkefni einu. Það eru líka tugir þúsunda mótmælenda og væntanlega fjölgar þeim bara.

Baldvin Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó svo að ekki sé búið grípa til vopna ennþá nema í staðbundnum erjum á jaðarsvæðum, þá er þriðja heimstyrjöldin samt löngu byrjuð. Eitt af einkennum efnahagsstyrjaldar er einmitt að sé maður ekki þeim mun betur viðbúinn er ekki víst að maður átti sig einu sinni á því að maður sæti árás. En ýmislegt bendir þó til þess að fleiri en bara ég og þú séu að vakna upp við vondan draum.

Ísland er núna í því sem kalla mætti efnahagslega herkví eftir beitingu hryðjuverkalaga, höfum sætt efnahagslegum þvingunum vegna IceSave svo dæmi sé tekið, og nú eru sömu aðilar að færa sig upp á skaftið og ætla að taka sér einhliða yfirráð yfir hafsvæðinu fyrir sunnan Ísland og Færeyjar. Aðrar þjóðir hafa ekki farið varhluta af atburðarásinni, Bretar og Bandaríkjamenn náðu t.d. naumlega að koma í veg fyrir áhlaup á fjármálakerfi sín síðasta haust, þegar stefndi í að allt fjármagn yrði ryksugað út úr þeim á örfáum klukkustundum sem hefði sett allan heiminn á hliðina innan sólarhrings.

Eins og þú bendir á þá eru Kínverjar í sterkri stöðu og gætu með "veðkalli" leyst til sín stóran hluta Bandaríkjanna ef þeim sýndist en þyrftu þá líklega að verja þá kröfu með hervaldi. Hinn möguleikinn er þeir haldi áfram að taka við skuldarviðurkenningum frá Bandaríkjamönnum, vitandi að fyrir þeim er lítil sem engin innistæða, og spurning hversu lengi þeir telja það verjandi í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar eða nokkurntíma geta það yfir höfuð.

Þegar prentvélarnar hafa verið slegnar úr höndum auðvaldsins verður mjög mikilvægt að fylgjast mðe því hverskonar kerfi tekur við og hverskonar -vald mun taka yfir úthlutun á auðæfum. Hvort sem það verður ríkisvald, alþjóðlegt vald eða eitthvað annað stjórnvald, þá verður möguleikinn á að ráðskast með almannahagsmuni áfram fyrir hendi nema hið alþjóðlega fjármálakerfi verði hreinlega afnumið í þeirri mynd sem við þekkjum það. Og kannski færi bara vel á því...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. "Summer of hell" er ekki einu sinni hafið, það er bara rétt svo að koma vor núna...

Meira um það hér og hljóðupptökur í hægri dálki á mínu bloggi. Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband