Stórfrétt fyrir siglingaíþróttina

Ég byrjaði að stunda siglingaíþróttina átta ára gamall, ég er fæddur árið 1967. Fór að sigla skútum fljótlega og keppa á þeim tíu ára.

Siglingar eru alls ekki sú hættulega íþrótt sem sumir halda að hún sé.
Ég hef til dæmis aldrei orðið fyrir íþróttameiðslum og aldrei lent í raunverulegri hættu af neinu tagi. Þó stunda ég íþróttina af fullu enn þann dag í dag.

Helsta hættan fyrir skútusiglara var það sem við kölluðum "Rotþró Reykjavíkur og nágrennis". Það var Skerjafjarðarsvæðið, þó sérstaklega Fossvogurinn þar sem til dæmis Nauthólsvíkin er. Það var ekkert lítið magn af skólpi sem var látið renna beint í sjóinn rétt við fjöruborðið í innfjörðum.

Ef satt er að nú sé ástandið við strandlengjuna orðið svo gott að ekki sé lengur heilsufarsleg hætta af því að súpa sjó, þá verð ég bara að segja: Það var kominn tími til.


mbl.is Strandlengjan hæf til sjóbaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru góðir dagar nyður í Sigló,  maður horfði upp til ykkar bræðra og annara hjá Ýmig er maður lærði að sigla.

Maður spyr hvort það hafi verið eftirlit með saurkólígerlum á þeim tímum. En Tuggurnar sem oft voru í vasanum smökuðust aldrei betur en eftir nokkra tíma í Fossvognum. Ekki man ég eftir að hafa kvartað um kvilla eftir löng sjóböð eflaust verið betra en nokkurt sjóbað í dag og gert mann hraustari fyrir vikið. 

Verð  þó að segja að Nauthólfsvíkin er til firirmyndar í dag og síðast liðinn sumur eiðum við mörgum ánægju stundum að sulla með strákana. Verst er þó að maður getur ekki leigt bát lengur til að skella sér útá sjó með fjölskilduna.

Svona rétt í lokin verð ég að taka undir að siglingar eru ekki einungis hættu mini en flest sport. Þá eru þær vafalaust það sport sem grær best við mann með visku og kunáttu sem kemur til góðs á hverjum degi lífs þeira sem hafa notið þess að sigla.

Kveðjur frá Kanada. 

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband