Ég á mér draum

Ég á mér draum um Ísland án spillingar, hagsmunatengsla og mútustarfsemi.

Mér varð það á að stórmóðga vinnufélaga minn sem er af ítölskum uppruna. Ég sagði að íslendingar væru að átta sig á því að íslensk stjórnmál eru eins og þau ítölsku. Þar með varð hann stórmóðgaður og sagði að það mætti segja margt ljótt um ítölsku mafíuna, spillingu og sukk en þeir hefðu ALDREI SETT ÞJÓÐINA Á HAUSINN Í HEILU LAGI.

Ég viðurkenndi fúslega að ítalir ættu það ekki skilið að vera líkt við íslendinga.

 

Draumur minn um réttlátt samfélag hefur í dag komist nær því að rætast en nokkru sinni fyrr.

Það gerðist í morgun þegar ljóst var að Borgarahreyfingin er á leið inn á þing með fulltrúa heiðarlegs og grandvars fólks.

Ég trúi, af því íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk, að um það bil einn af hverjum tíu kjósendum, muni setja X við O á kjörseðlinum og velja sér þá framtíð sem það vill sjá fyrir sig og börnin sín.


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 14076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband