Óþolandi misrétti.

Alla mína kosningaæfi hef ég búið í Kópavogi.

Ég bara get ekki samþykkt að hjón þurfi bæði að kjósa það sama til að atkvæði þeirra hafi jafn mikið gildi og eitt í vesturkjördæmi.

Þegar verst var, var misræmi í vægi atkvæða kópavogsbúa þrefalt á við vestfirðinga. Sem betur fer hefur þetta skánað en betur má ef duga skal. Einmitt þetta atriði er það eina sem erlendir eftirlitsfulltrúar settu út á í nýafstöðnum kosningum. Það láta flestir sem þetta sé ekkert mál, en þetta er stórmál.

Ég til dæmis spyr: Hefði Borgarahreyfingin fengið einum eða tveimur fleiri þingmenn ef atkvæðavægi væri jafnt?

Í dag eru reglurnar svo flóknar að það eru ekki margir landsmenn sem geta svarað því.

Eru landsbyggðarþingmenn vísvitandi að halda þéttbýlisþingmönnum niðri? Af hverju er þessu ekki breytt á okkar virðulega Alþingi?


mbl.is Misvægi minnkað næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Borgarahreyfingin hefði ekki fengið fleiri þingmenn kjörna þó að kjördæmin endurspegluðu raunverulega íbúafjölda. Hið flókna jöfnunarmannakerfi sér til þess að þingstyrkur flokka er í góðu samræmi við kjörfylgi þeirra á landsvísu. Spurningin er bara hvaðan þingmennirnir koma, fjórði maður borgarahreyfingarinnar hefði sennilega frekar komið inn sem kjördæmakjörinn í Suðvesturkjördæmi en sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi en heildartalan væri óbreytt.

Engu að síður þá er nauðsynlegt að breyta þessu. Helst með því að gera landið að einu kjördæmi.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála síðasta ræðumanni!

Sigurjón, 28.4.2009 kl. 09:39

3 identicon

"Eru landsbyggðarþingmenn vísvitandi að halda þéttbýlisþingmönnum niðri? Af hverju er þessu ekki breytt á okkar virðulega Alþingi?"

 Eru ekki 28 kjördæmakjörnir þingmenn í RN, RS og Kraganum?

og 26 kjördæmakjörnir í landsbyggðakjördæmunum?

Hugsa fyrst og tala svo

Hunterinn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Hunterinn, ein smá spurning til þín: Hvert er hlutfallið á milli RN, RS og SV gagnvart landsbyggðinni.

Það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd að atkvæðavægi er tvöfalt milli SV og NV. Sem kjósandi í SV allt mitt líf þá mun ég aldrei sætta mig við það.

Og má ég benda á að RN og RS er ekki sama og SV. Hugsa fyrst og tala svo...

Baldvin Björgvinsson, 28.4.2009 kl. 18:56

5 Smámynd: Sigurjón

Hunterinn: Þú ættir að taka eigin ráð til þín og hugsa aðeins.  Fjöldahlutfallið milli téðra höfuðborgarkjördæma og hinna þriggja er u.þ.b. 2 á móti 1, þ.e. að fyrir 2 kjörgengar manneskjur á höfuðborgarsvæðinu er ein á landsbyggðinni.  Þingmenn ættu því að vera um 40 í fyrri kjördæmunum og 23 úti á landi.  Þá væri hlutfallið jafnara.

Sigurjón, 29.4.2009 kl. 00:02

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég er búinn að hugsa þetta í meira en áratug, það hlýtur að nægja. Mín skoðun er að landið eigi að vera eitt kjördæmi.

Baldvin Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 15:41

7 Smámynd: Sigurjón

Það er auðvitað bezta lausnin.  Þá verða engir komplexar með jöfnunarmenn og þannig.

Sigurjón, 1.5.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband