8.5.2009 | 09:19
Nú þurfa íslendingar að standa saman
Ég fór á fundi með John Perkins og Michael Hudson og hef fylgst með viðvörunarorðum þeirra síðan.
John Perkins starfaði hjá CIA við að gera samninga við ríki sem ómögulegt yrði að borga til þess eins að komast yfir auðindir þjóða.
Michael Hudson starfaði hjá IMF og þekkir vinnubrögðin þar á bæ mætavel.
Báðir þekkja þeir þann lagaramma sem sjóðurinn starfar eftir.
Niðurstaðan er sú að það eru engin rök fyrir og engin ástæða til að borga erlendar skuldir bankanna. Þeir geta troðið þessum skuldum uppí... þangað sem sólin skín mjög sjaldan.
Nr. 1. Upphæðin er svo há að það er ómögulegt að borga hana.
Nr. 2. Þetta voru ekki eðlileg viðskipti og því ólögleg (og siðlaus).
Nr. 3. Ég og þú skrifuðum aldrei upp á ábyrgð á þessu.
Nr. 4. Við þurfum ekki að borga.
Nr. 5. Það hefur engin langtímaáhrif.
Eigum við, börnin okkar og börnin þeirra að vera þrælar ómögulegra afborgana eins langt og sjá má inn í framtíðina?
Nú sjá íslendingar svart á hvítu hvernig englendingar beita fyrir sig Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú er komið að því að íslendingar segi: "Stopp - Hingað og ekki lengra".
Er einhver önnur þjóð en íslenska þjóðin að borga skuldir einkafyrirtækja, þeas. bankanna, til baka.
Þetta voru áhættufjárfestingar hjá þeim sem sem lánuðu íslensku bönkunum. Álíka gáfulegt og að veðja á veðhlaupahesta. Lánveitendurnir vissu það og okkur ber engin skylda til að borga slíkt.
Varðandi Icesave, þá virðist meirihluti þeirra peninga vera einhversstaðar til staðar og ættu að skila sér til baka með tíð og tíma. Það gerist þó varla meðan íslenskir bankar eru skráðir sem hryðjuverkasamtök.
Er ekki augljóst hvaða aðferðum bretar eru að beita til að setja íslendinga á hnén og komast yfir auðlindir þeirra?
Er það tilviljun að þetta gerist á sama tíma og það finnst olía við Ísland?
Mikið vildi ég að Perkins og Hudson væru bara lygarar og rugludallar en staðreyndirnar segja manni að það sé ekki svo.
Það er augljóst að ísland er í efnahagslegu stríði, og ríkisstjórnin vill ekki vita af því.
Bretar að semja við IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.