Leita sér að réttlæti og lífi fyrir börnin

Einn vina minna sem er læknir, hitti ég í gær. Hann er að leita fyrir sér að vinnu erlendis.
Hann ætlar ekki að borga húsnæðið sitt mörgum sinnum.
Hann hefur keypt húsnæði bæði í Noregi og Hollandi og þar eru kjör húsnæðislána hluti af samfélaginu.

Í Hollandi borgaði hann 6% vexti af láninu, fékk 3% til baka í vaxtabótum, verðbólgan var 2%, þannig að hann borgaði í raun 1% vexti af fasteignaláninu.

Ef eitthvað hefði komið fyrir og hann ekki getað borgað þá hefði bankinn gengið að veðinu, sem er fasteignin og þar með væri það mál úr sögunni.

Hér gengur bankinn að veðinu með því að kaupa fasteignina á skítaverði á nauðungarsölu, og skuldarinn verður að halda áfram að borga skuldina, þótt bankinn sé búinn að innleysa veðið...

Hér á landi býður nú ríkisstjórnin að borga af fasteignaláninu 75% af laununum sínum til 150 ára aldurs til að geta kannski mögulega einhverntímann eignast húsið eftir að hafa borgað andvirði þess 15 sinnum.

Hann er ekkert einn um að vera að leita sér að vinnu erlendis og ég held ég sé búinn að útskýra hvers vegna.


mbl.is Læknar flýja kreppuland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bý í Hollandi og get tekið undir að húsnæðislánið er ekkert í líkingu við verðtryggða draslið heima. Við erum að borga um 4% vexti og höfuðstóllinn mun aldrei hækka.

Ég hef oft hugsað um að koma heim, en er nokkurn vegin læknaður af því.

Villi Asgeirsson, 28.5.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband