Gallað regluverk EES og ESB

Samkvæmt orðum Svavars eru íslendingnar neyddir að bera fjárhagslega ábyrgð á gölluðu regluverki EES og ESB um starfsemi banka og glæpastarfsemi.
Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hollendingar og bretar, allir neyða íslendinga til að skrifa undir.
Þó er sú staða sem ísland er í sennilegast afleiðing aðgerða breta.

Það má vera að íslenskir bankar hafi framið glæp með starfsemi sinni.

Það afsakar ekki að aðrir fremji annan glæp og láti fólk sem enga raunverulega ábyrgð ber, sé NEYTT til að taka á sig skuldbindingar sem það á ekkert í .

Bretar og hollendingar geta fengið eignir bankanna erlendis eins og þær leggja sig ásamt eignum eigenda og stjórnenda bankanna upp í skuldina. Það eru þær eignir sem til eru upp í skuldir bankanna.

Bankarnir voru EINKAFYRIRTÆKI sem störfuðu í þessum löndum. Íslensk börn bera enga ábyrgð á þeim.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

En íslenskir kjósendur hljóta að bera ábyrgð á því hvernig þeir stjórnmálamenn sem þeir kusu yfir sig stóðu sig. Bankarnir voru sannarlega einkafyrirtæki, en ríkið (= við) ber ákveðna ábyrgð á starfsemi þeirra. Þetta kom m.a. fram í því að inneign íslenskra sparifjáreigenda var tryggt upp að rúmum 20 þús. evrum og að fullu þegar á reyndi. Það getur vel verið að regluverk EES og ESB sé gallað, en það er alveg jafnljóst að íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki þá möguleika sem þau höfðu til að hemja vöxt bankanna. Bindiskylda var lækkuð í stað þess að hækka hana og tryggingarjóður innistæðna stækkaði í engu samræmi við aukningu innlána erlendis. Eins var lítið gert til að neyða bankana til að aðskilja erlenda starfsemi sína frá innlendri. Það getur vel verið að yfirvöld hafi verið í þröngri stöðu, en gleymum því ekki að íslenskir ráðamenn og almenningur klappaði fyrir "útrásarvíkingunum" þegar vel gekk og töluðu hátt og fjálglega um danska öfund þegar erlendir bankamenn spáðu fyrir um hrunið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en það breytir engu um það að nú er of seint í rassinn gripið -- íslenskir kjósendur höfðu val árið 2007 að refsa þeim stjórnmálamönnum sem voru að leiða þá á höggstokkinn en gerðu það ekki: Munum að árið 2006 gerði arkitekt einkavæðingarinnar og klappstýra eigenda Landsbankans sjálfan sig að seðlabankastjóra, en var flokknum refsað? Bera kannski sumir þeirra sem nú hneykslast á því að Landsbankinn hafi framið glæp ábyrgð á því að flokkurinn bætti við sig fylgi þrátt fyrir afleita hagstjórn?

GH, 8.6.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband