24.6.2009 | 07:42
Svo rangt, svo rangt.
Af þeim góðu ráðum sem vinaþjóðir okkar norðurlandaþjóðirnar hafa gefið okkur, stendur uppúr að leggja áherslu á skólana. Að hrúga atvinnulausa fólkinu í skóla frekar en að láta það gera ekki neitt.
ÞVÍ MIÐUR VIRÐIST ÞESSI RÍKISSTJÓRN EKKI GETA GERT NEITT RÉTT.
Það verður að leita leiða til að færa fjármagn til innan ríkissins í áttina að skólunum. Það má alls ekki skera niður skólakerfið. Það þarf að leita allra leiða til að gefa atvinnulausum tækifæri til að endurmennta sig til starfa þar sem þörf er fyrir fólk.
Ég lýsi því hér með yfir einu sinni enn: Það má alls ekki skera niður í skólastarfi, það þarf að efla þá starfsemi nú og næstu ár.
Skólunum gert að skera niður um þrjá milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki búið að vera að mennta þjóðina upp til hópa undanfarin ár. Og hverju er það að skila, eymd og djöfulskap fyrir flesta landsmenn. Nei, skerum mentakerfið niður og hættum að leifa fólki að leika sér í þessum skólum og betla námslán. Fólk verður að fara að vinna, skapa verðmæti.
Ingi (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:11
Tek undir þau orð að menntakerfinu á að hlífa eins og kostur er. Það er skynsamari leið að mennta fólk með litla grunnmenntun á meðan atvinnuleysi ríkir. Mennta þarf fólk inn í félags-og heilbrigðisgeirann sem dæmi og nú er lag. Bjóða á stuttar námsleiðir fyrir atvinnulausa, sem þá vonandi sjá tilgang með atvinnuleysi sínu. Unga fólkið okkar má ekki lenda í þeirri aðstöðu að alast upp sem atvinnulaus kynslóð, af því hafa frændur vorir slæma reynslu.
Kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.