Velkomnir í hópinn Sjálfstæðismenn

Við sem höfum barist gegn því að börnin okkar verði gerð að greiðendum skulda Landsbankans sáluga eða réttara sagt eigenda þess einkafyrirtækis, bjóðum ykkur velkomna í hópinn.
Jafnvel þeir sem eru sjálfir persónulega ábyrgir fyrir því að hafa búið til lagarammann og fylgst með þessum sama banka með blinda auganu, við bjóðum þá líka velkomna í hópinn.
Það eru allir velkomnir í hópinn sem er á móti Ice Slave skuldbindingunum, það veitir ekki af.

Hins vegar, ef Davíð vill raunverulega að meirihluti þingmanna samþykki ekki ríkisábyrgðina þá ætti hann frekar að þegja.

Það er kannski einmitt það sem hann vill: Þjappa vinstri mönnum saman um það að samþykkja mistökin Icesave. Slíkt mun nefnilega koma vinstri mönnum illa mjög fljótlega og valda gífurlegu fylgistapi vinstri flokkanna.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Til hamingju með comeback foringjans mikla. Hann getur nú leitt baráttu IceSlave hreyfingarinnar (sem er líklega núna að skipuleggja sig í nýtt stjórnmálaafl D, B og O lista)fyrir stríði við alþjóðasamfélagið, einangrun og þjóðargjladþroti.

Lárus Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjálfstæðismenn hafa reyndar barist gegn þessum nauðungarsamningum frá því þeir komu fram.

Lárus, ef eitthvert stríð verður við alþjóðasamfélagið (sem sennilega er ekki stærra en Evrópusambandið að þínu mati) þá er það ekki stríð sem við höfum hafið. Lagalegar deilur ber að útkljá fyrir dómstólum, ekki með kúgun stórra ríkja á litlu ríki. Við viljum standa við skuldbindingar okkar en fyrst verður að liggja fyrir hverjar þær raunverulega eru.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband