10.7.2009 | 13:01
Bílar eru hættulegri en skotvopn
Það er ljóst að bifreiðar hafa þróast meira og meira í þá átt með árunum að vera öruggari fyrir þá sem í þeim sitja en eru enn jafn hættulegar fyrir þá sem þær lenda á.
Það er full ástæða til að leggja meiri áherslu á þá ábyrgð sem hvílir á þeim sem aka bifreiðum og öðrum ökutækjum.
Það þarf minni áhyggur að hafa af ökumanni sem er einn á ferð á fáförnum vegi úti á landi, mestar líkur eru á að hann skaði sjálfan sig ef hann ekur óvarlega. Meiri ástæða er til að gera allt sem hægt er til að ná niður hraða á þéttbýlum svæðum, borgum og bæjum þar sem líkurnar á að skaða aðra eru mun meiri en að skaða sjálfan sig.
Ef viðhorfið til bifreiða væri hið sama og gagnvart hverjum öðrum hlut, þá væri meira um ákærur vegna árásar með banvænu eða hættulegu vopni.
Ef ég labba um hverfið með haglarann minn þá verður fljótlega búið að umkringja mig af sérsveit og vopnið verður gert upptækt.
Ef ég ek eins og vitleysingur um hverfið þá verð ég í mesta lagi sektaður ef það næst til mín.
Þó var ég í raun hættulaus labbandi um með haglarann, óhlaðinn án þess að ætla að nota hann yfirleitt.
Það sem ég vil segja er að umburðarlyndi gagnvart hættulegum ökumönnum er of mikið.
Það á hreinlega að gera ökutæki sem notuð eru við glæfraakstur upptæk á staðnum og láta viðkomandi hafa fyrir því að fá ökutækið til baka gegnum dómskerfið...
Á Íslandi er mjög mikið af skotvopnum, miðað við höfðatölu, en slys af þeirra völdum eru mjög fátíð. Hið sama er ekki hægt að segja um farartæki. En viðhorfið til þess hversu hættulegir þessir hlutir eru er líka mjög ólíkt.
Börn með drápstæki á milli handanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir nokkuð, Baldvin. Ég er sem sagt samála :-)
Bloggaði sjálfur á svipuðum nótum fyrir nokkru :
http://mortenl.blog.is/admin/blog/?entry_id=903870
Ég líka hef hugsað á svipuðum nótum og þú setur fram hér að ofan, varðandi munur á því að limlesta öðrum eða að valda sjálfum sér skaða með óvarlegan akstur bíla.
Það eru allir eins mikils virði, en ég er ekki frá því að það sé rökrétt að einblína meira á að bjarga fórnarlömbin en geranda þegar kemur að umferðaröryggi. Með sömu rökum ætti að leggja meiri áherslu á að bjarga gangandi og hjólandi en þeir sem eru á bíl, og þá á þeirra forsendum, en ekki á forsendum þeirra sem aka bíla.
Og auk bein hætta sem stafar af óhóflegri notkun bíla í formi árekstra og útafakstrinum ( " bílslys" ), þá er fleira sem bætist við. Mengunin, staðbundin og á heimsvísu, og hvernig bíllin formar borgi og bæi og leggur steina í götu þeirra sem vilja stunda heilbrigðar samgöngur.
Morten Lange, 10.7.2009 kl. 14:43
Ef þú ekur um eins og fífl ertu tekinn og sektaður - ef þú næst, hugsanlega gætirðu mist ökuréttindin - fer eftir alvarleika málsins.
Ef þú röltir um með haglabyssu ertu tekinn og sektaður - ef þú næst, hugsanlega missirðu byssuleyfið - fer eftir alvarleika málsins.
Þannig er það nú bara.
Ég skal samþykkja að hækka bílprófsaldurinn í 18 á þeim forsendum einum að það er samhæfing í 18 ára aldursmörkin en þá skulum við líka breyta því sem breyta þarf í 18 ára.
Það eru sko alls ekki 17 ára krakkarnir sem eru að valda alvarlegu slysunum, en hitt er auðvitað rétt að fyrsta árs ökumenn eru líklegri til að vera í allskonar nuddi frekar en þeir ökumenn sem hafa meiri þjálfun.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.7.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.