Þetta er mesta bull sem ég hef heyrt í langan tíma

Hvert er raunverulegt markmið með stimpilklukkum í skólum?

Hver á árangurinn að vera?

Um kennslu hefur mikið verið rætt og ritað af til þess hæfu fólki. Fáum dettur til hugar að nota stimpilklukkur og önnur álíka mæliprik á vinnu kennara.

Kennsla er ekki mæld í klukkustundum, mínútum og sekúndum. Hún er mæld í metnaði, alúð og umhyggju.

Kennslu er í raun ekki hægt að mæla með mælitækjum.

Hver var besti kennarinn þinn í lífinu? Var það ekki sá eða sú sem lagði sig fram af metnaði, alúð og umhyggju. Lærðir þú ekki mest hjá kennaranum sem þú fannst hjá að varðaði sig um hvernig þér liði og hvernig þér gengi. Ég gleymi amk. aldrei henni Hugrúnu sem var minn besti kennari í barnaskóla, og þó ég hafi haft marga kennara síðan þá kemur enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana. Ætti kannski að setja upp umhyggjuklukku í skólum?

Í seinni tíð hefur verið vikið frá þeirri stefnu á flestum vinnustöðum að nota stimpilklukkur. Mannauðsstjórar vita nefnilega að það skiptir meira máli hverju þú afkastar þegar þú ert í vinnunni heldur en hversu lengi þú ert þar.

Varðandi kennara þá eru þeir alltaf í vinnunni, allan sólarhringinn, hugsandi um nemendur og kennslu. Fara yfir verkefni heima á kvöldin, lesa meira og læra meira til að geta kennt betur. Kennarar vinna svo sannarlega ekki stimpilklukkuvinnu.

Eini raunverulegi mælikvarðinn á störf kennara er eins og fyrr segir eiginleikar sem erfitt eða ómögulegt er að mæla. Alúð, umhyggja og metnaður fyrir vellíðan og árangri nemendanna, með það að markmiði að skila þeim áfram út í lífið, betur til þess fallin að takast á við það en áður.

Höfundur er framhaldsskólakennari.

 

 


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Baldvin

Kv. Sigríður J.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Heyrðu Baldvin. Á LSH hefur svona klukka verið notuð í áraraðir og ekki hefur það bitnað á afköstum eða færni. Skil ekki þetta jarm. Nema þú sér að grínast og ég húmorslaus.

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Finnur: Það er nú einu sinni svo að ég hef pælt í þessu í áratugi og er nokkuð viss um að hafa rétt fyrir mér. Nei ég er ekki að grínast og þú þá með eðlilegan húmor.

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Stimpilklukkunni er auðvitað bara ætlað að mæla viðveru. Ég sé ekki að kennarar séu of góðir til að notast við slíkan tímamæli frekar en aðrir.  Finnur bendir á LSH, ég man þegar klukkan var tekin í notkun þar, þá varð allt vitlaust en svo komst friður á. Það er alveg sama hvar er það er eins og enginn þoli minnstu breytingar eða vott af aga. Þessi framkoma Jóhanns er auðvitað til skammar og það að hann skuli kenna heimspeki er bara eins og lélegur brandari.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.8.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þóra; Það er einmitt hlutverk heimspekikennara að kenna fólki að hugsa, -rökrétt. Að velta málum fyrir sér og ræða kosti og galla. Rökræða um hlutina eins og það er kallað á góðri íslensku. Það er einmitt hans hlutverk að kalla fram umræðu um þetta málefni, eins og svo mörg önnur. Það væri Jóhanni til skammar að hafa skoðun á þessu og þegja yfir því. Þetta er bara góður heimspekikennari.

Eðlilegar rökræður eru góður og nauðsinlegur hluti af því samfélagi sem við búum í.

Ég minni á að persónulegt skítkast er einkenni þess að viðkomandi sé rökþrota.

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 16:22

6 identicon

Ég man ekki hver var besti kennarinn í mínu lífi en ég man hver var sá versti.

Það var sá sem mætti aldrei í tíma :( .

Björgvin (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:47

7 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Björgvin: Ég leyfi mér að efast um að enginn komi upp í hugann :D

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Ég minni á að persónulegt skítkast er einkenni þess að viðkomandi sé rökþrota"

Var það ekki Jóhann sem sagði "fokk jú" við menntaráð ? 

Þóra Guðmundsdóttir, 21.8.2009 kl. 18:07

9 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Til þess að vekja athygli á málefni í því samfélagi sem við búum í í dag þarf að beita óvanalegum aðferðum. Upplýsingamagnið er slíkt að því er oft líkt við að ætla drekka úr brunaslöngu. Þessi frétt er bara eins og einn dropi og vilji maður að dropinn sjáist þá þarf hann að skera sig úr. Það er ekkert óvanalegt að kasta fram fullyrðingu, alhæfingu eða spurningu til að fá fram umræðu. En ef þú hlustar á viðtalið aftur þá er enginn skortur á rökum... það eru mótrökin sem vantar. Hver á ávinningurinn að vera?

Eða er bara verið að selja eitthvað rándýrt stimpilklukkukerfi sem einhver góðvinur einhvers pólítíkusins selur? Það skyldi þó ekki vera...

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 19:01

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll

Góð umfjöllun hjá þér.  Ég þekki ekki mikið til kennslu en ég þekki Jóhann ágætlega og veit að hann er frábær kennari.  Gæði kennslu munu ekki batna við stimpilklukkur, en sjónarmið þeirra sem settu upp klukkurnar þekki ég ekki vel og því get ég ekki tekið fulla afstöðu með eða á móti. 

Verst að fyrirsögn greinar þinnar getur hæglega misskilist á listanum yfir bloggin við fréttinni því það lítur þar út eins og þú teljir mótmæli Jóhanns bull.

Kveðja - Svanur 

Svanur Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 19:37

11 identicon

Að mínum dómi ætti að borga kennurum sómasamleg laun fyrir eðlilegan vinnutíma sem ætti svo að skipuleggja nánar á hverjum stað með stjórnendum skólans og samkennurum. Það stendur skólastarfi fyrir þrifum að binda allt við stundafjölda og minútur, rétt eins og það sé náttúrulögmál að kennt skuli í 40 mínútur í senn. Skólayfirvöld, ráðið gott fólk til starfa gegn eðlilegum launum og reynið í guðanna bænum ekki að fjötra skólastarf í ennþá þrengri skorður með notkun stimpilklukku. Skólar eru ekki verksmiðjur sem framleiða vinnuafl, þeir eru (eða eiga að vera) staðir þar sem fagfólk sameinast um að koma hverjum og einum einstaklingi til manns.En ef einhver skóli þarf að kljást við vinnusvik hjá kennurum eiga þeir einstaklingar bara að fjúka, þeir eru þá ekki starfi sínu vaxnir ...

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:49

12 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fyrirsögnin er vísvitandi misvísandi og í upphrópunarstíl, einfaldlega til að vekja athygli og auka líkur þess að umfjöllun mín um málið verði lesin og að ég geti kannski rökrætt málið við fólk. En jú, Ragnheiður, það þarf ekki stimpilklukku til að finna óhæfa opinbera starfsmenn og fá aðra í staðinn.

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 21:51

13 identicon

Það er einfaldlega flestir starfandi á Íslandi sem þurfa að stimpla sig út og inn úr vinnu og þurfa að fara með verkefni heim ekki bara kennarar.

Raunsær (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:15

14 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ætli ég endi ekk umfjöllun mína við þessa færslu á eftirfarandi:

Við kennarar erum ábyggilega til í að stimpla okkur inn og út þegar við erum að vinna. En eru launagreiðendur okkar þá tilbúnir til að borga alla vinnutímana?

Ég er viss um að þeir sjóðir sem ætlaðir eru  til að greiða kennurum laun tæmast hratt þegar farið verður að greiða kennurum eftir stimpilklukkuni.

Þakkir fyrir athugasemdirnar og umræðuna.

Góðar stundir.

Baldvin Björgvinsson, 22.8.2009 kl. 10:55

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband