22.8.2009 | 10:44
Á 30 tonna beltagröfu um friðlandið
Ég var staddur á hálendinu nærri Kárahnjúkum nýverið. Ég hef verið frekar mikill virkjunarsinni hingað til en það eru farnar að renna á mann tvær grímur. Þannig er það reyndar með svo marga sem búa þarna fyrir austan og víðar á landinu. Gallhörðustu virkjunarsinnar eru farnir að verða gapandi kjaftstopp yfir þessum hrikalegu framkvæmdum.
Við ókum um slóða á svæðum hraunaveitu og ufsarstíflu gapandi með hökuna niðri á bringu, horfðum hátt upp á stífluvegginn. Þar sem áður voru illfærir slóðar eru nú uppbyggðir vegir og risatrukkar á ferð.
Heimamaðurinn segir að þetta sé friðland vatnajökulsþjóðgarðs, greinilega ekki lengur þá.
Við vorum á hreindýraveiðum og notuðumst við sexhjól til að sæka bráðina. Þess má reyndar geta að sexhjólin skilja ekki eftir sig nein för, nema í vatnssósa bleytumýri, því forðast maður bara slík svæði og þar með er allt í fína. Hreindýrastofninum þarf einnig að halda niðri svo hann gangi ekki of nærri landinu með ofbeit.
Með samviskubit í huga passaði maður sig á því að hjólið skildi ekki eftir sig spor í landslaginu. Svo ók maður samhliða beltaförum eftir 30 tonna beltagröfu og önnur eftir jarðýtu.
Það er greinilegt að það er harðbannað að ferðast á farartækjum um landið sem skilja ekki eftir sig nein spor, í þeim tilgangi að halda beit í skefjum, en ef maður er á þrjátíu tonna beltagröfu þá má maður fara hvert sem maður vill. Og ekki er nú verra að maður ryðji upp stíflugörðum og moki og grafi allt í sundur. Drekki svo grónu svæðunum álguðunum til fórnar.
Tilgangur þessara framkvæmda er að stífla hverja einustu sprænu, læk og á og veita vatninu til Kárahnjúkavirkjunar.
Erum við örugglega að gera rétt með þessum framkvæmdum?
Jeppaslóði í friðland Þjórsárvera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það, eru ekki einhverjar reglur um notkun sexhjóla og annarra ökutækja við hreindýra veiðar ?
Og má aka sexhjólum utan vega og slóða yfirleitt ?
Börkur Hrólfsson, 22.8.2009 kl. 11:14
Já, það er sárt að sjá þetta ekki fyrr en eftir á!!
Ingibjörg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:01
Sá um daginn för eftir mun stærri og þyngri gröfu, sem fór með veginum frá Hrauneyjarfossvirkjun upp í Vatnsfell. Eingöngu vegna þess að Landsvirkjun hefur ekki nennt að panta vagn undir beltagröfuna.
Var þarna á Eyjabakkasvæðinu í sumar, og skil vel hvernig mönnum verður bruggðið að koma þangað. ( ps það er sérkennilegt að á bannskilti þarna frá Ístak, er fólki bannað að taka myndir af hryðjuverkunum ? )
Jón G Snæland (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:12
Þess má geta að löglegt er að nota sexhjól við að sækja bráð á hreindýraveiðum. Svo fremi sem enginn skaði á landi hafist af því.
Einnig má benda á að yfirleitt er hægt að aka um vel gróið land án þess að skemma nokkuð eða skilja eftir sig för ef maður veit hvað maður er að gera og er á tækjum til þess... verst er þegar slyddararnir fara að dunda sér í gróðrinum, þá skilja þeir annsi góð sár eftir sig.
En aftur að pistlinum. Þetta er skelfilegt að sjá hvernig "sumir aðilar" mega virða öll lög og reglur um náttúruvernd að vettugi, svo lengi sem það sé í þágu stóriðjunnar...
kkv, Samúel Úlfr
Samúel Úlfur Þór, 22.8.2009 kl. 15:09
Já það má nota sexhjól, ekki fjórhjól, til að sækja bráðina þegar hún er fallin.
Baldvin Björgvinsson, 23.8.2009 kl. 00:51
það sem þú fullirðir um sexhjól. skilji ekki eftir sig nein för, nema í vatnssósa bleytumýri, þetta er þvílík della vinur minn þú ætir að opna augun betur
Óli Jóhann Kristjánsson, 23.8.2009 kl. 11:19
Hver er þín reynsla Óli Jóhann, og rökstuðningur?
Baldvin Björgvinsson, 23.8.2009 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.