Eftirlit með valdbeitingu

Ég er nú að verða hálf hissa á fréttum af lögreglunni þessa dagana.

Án þess að þekkja nægjanlega vel til hvers atviks fyrir sig þá er það svo að þegar opinberum starfsmönnum hefur verið veitt heimild til valdbeitingar í starfi sínu þá þarf auðvitað að hafa eftirlit með því hvort valdbeitingarheimildinni sé rétt beitt.

Valdbeitingarheimild er mjög vandmeðfarin.


mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt, kannski óháð og virkt innra eftirlit til dæmis? Svona eins og er í öllum siðmenntuðum ríkjum í kring um okkur....?????

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:10

2 identicon

Eftirlit er að sjálfsögðu af hinu góða, við sjáum nú hvernig skortur á eftirliti fór með blessaða bankakerfið okkar. Hitt er annað mál að öryggi lögreglumanna verður að ganga fyrir, og það gerir engum mein að vera handjárnaður í smá stund. Mér finnst bara flott að lögreglan hafi það fyrir reglu að setja fólk í járn ef minnsti grunur er um ölvun. Sé nákvæmlega ekkert að þessu.

Einar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:31

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það eru lög í þessu landi og það má ekki handtaka fólk án tilefnis. Það segir stjórnarskrá vor og engin lög eða reglur eru stjórnarskránni æðri. Það má í raun ekki handtaka fólk nema það hafi framið glæp. Ég á góða vini sem strarfa í lögreglunni og er sjálfur opinber starfsmaður. Ekkert okkar hefur minnsta áhuga á að slasast í vinnunni. Mér finnst stundum eins og marga lörgreglumenn skorti þjálfun í að tala við fólk og tala það niður ef það er eitthvað æst. En ég veit ekki nákvæmlega um hvað þetta mál snýst en að vera læstur inni í lögreglubíl í handjárnum fyrir aftan bak eftir umferðaróhapp virkar dálítið ankannanlega og er sannarlega frelsisvipting og valdbeiting.

Spurningin er hvort valdbeitingin var þörf eða hvort lögregluskólinn þurfi aðeins að taka sig á.

Baldvin Björgvinsson, 23.8.2009 kl. 08:10

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Samkvæmt fréttamanni visir.is var sat konan sallaróleg inni í bíl og spjallaði við fréttamann þegar lögregla kemur á staðinn, handtekur hana, handjárnar og læsir inni í lögreglubílnum.

Það virðist full ástæða fyrir yfirmenn löggæslu í landinu til að kanna þetta mál ofan í kjölinn.

Baldvin Björgvinsson, 23.8.2009 kl. 10:31

5 identicon

Það er hugsanlegt að útkallið hafi verið búið að vera á hold í eins og 30mín. Lögreglumennirnir því verið vissir um að stúlkan væri orðin geggjuð og því hafi handtökuferli farið í gang. Það mátti einnig vera óljóst hvort um kungfú-konu var að ræða.

Styttingur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 12:28

6 identicon

Mér finnst bara flott að lögreglan hafi það fyrir reglu að setja fólk í járn ef minnsti grunur er um ölvun. Sé nákvæmlega ekkert að þessu." Einar

Ef grunur er á ölvun þá hljóta lögreglumennirnir að spjalla við viðkomandi til að athuga hvort viðkomandi sé hugsanlega undir áhrifum, og ef spjallið styður þennan grun nú þá er fólk látið blása......

Lögreglan í þessu tilfelli gerði ekkert til að athuga hvort eitthvað benti til ölvunar. EF þú sérð bíl sem hefur lent í árekstri eða farið útaf, þá getur þú ekkert ákveðið að þar með sé viðkomandi undir áhrifum. Og þótt þú haldir það sjálfur og hringir á lögregluna til að tilkynna akstur undir áhrifum, þá er þitt símtal engin sönnun þess að viðkomandi sé undir áhrifum. Lögregla getur ekkert handtekið einhvern út af þessu símtali, hún verður að athuga málið þegar á staðinn er komið.

Það var ekki gert.

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:49

7 identicon

Það virðist full ástæða fyrir yfirmenn löggæslu í landinu til að kanna þetta mál ofan í kjölinn." Baldvin

ÞAð þýðir ekkert að láta lögregluna rannsaka sjálfa sig, svo sem að yfirmaður viðkomandi lögregluþjóna "athugi málið"...það kemur aldrei neitt út úr því. Lögreglan réttlætir alltaf sjálfa sig.

Það er nóg af skítamálum fyrir sem eru gleymd ofan í skúffu. Það vantar óháð innra eftirlit sem er valdameira en lögreglan sjálf.

Yfirmaður löggæslu í landinu er Ragna ráðherra og hún þarf stuðning til að hreinsa vel til hjá lögreglunni, setja upp innra eftirlit etc......

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:55

8 identicon

PS. Hvar heldur þú Baldvin að viðkomandi lögga eða löggur hafi lært að svona framkoma sé eðlileg?

Nú hjá félögum sínum, yfirmönnum og svo jafnvel í lögreglunáminu.

Spillingin er bara svo hryllilega mikil.

Lögreglulögin sem löggan hefur skrifað fyrir sjálfa sig samkvæmt hefðinni, er einstaklega vafasamt plagg. Það eru "vinnureglur" þeirra. Stangast stundum á við stjórnarskránna, svo sem reglur um að stoppa og leita á fólki, líkamsleit og annað í þeim dúr. Lögreglan hefur einnig gefið sjálfri sér vald til að stoppa heilu umferðaræðarnar og láta alla blása....

Spilling og aftur spilling. Ekkert eftirlit.

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:05

9 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Hér koma inn nokkrar góðar athugasemdir hjá ykkur, þakkir fyrir það.

Það sem ég er að benda á er að það eru engin lög, reglugerðir eða vinnureglur sem eru stjórnarskránni æðri.

Í Stjórnarskrá Íslands eru mjög takmarkandi heimildir til handtöku og hve langt lögregla má ganga. Af fréttum má ráða að mjög oft gangi lögregla mun lengra en heimildir eru.

Baldvin Björgvinsson, 24.8.2009 kl. 07:59

10 identicon

Það sem ég er að benda á er að það eru engin lög, reglugerðir eða vinnureglur sem eru stjórnarskránni æðri." Baldvin

Já einmitt, er þá ekki kominn tími á að lögreglan fari eftir stjórnarskránni? Og að það sé eftirlit með því að svo sé.....

Ég endurtek bara fyrri yfirlýsingu um að Rögnu vanti stuðning til að hreinsa til og gjörbreyta þessum málum. þetta er ekkert smá átak að taka lögregluna í gegn. Ekki bara að endurskipuleggja allt draslið til að styrkja hinu raunverulegu almennu löggæslu á kostað gæluverkefna og yfirmanna. ÞAð þarf líka að fara yfir þessar vinnureglur og breyta þeim þannig að þær standist stjórnarskránna og heilbrigða skynsemi.

magus (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband