Auðlindir í þágu þjóðar

Það er hverjum heilvita manni ljóst að auðlindir þjóðarinnar eru mestu tekjupóstar okkar.

Raforkan, fiskurinn, hugvitið og nú síðast olían. Hitaveituna notum við mest sjálf. Raforkuna seljum við að mestu til gjaldeyrisöflunar, fiskinn sömuleiðis og svo auðvitað hugvit þjóðarinnar sem að mestu byggist á háu menntunarstigi.

Fleira er selt fyrir gjaldeyri en er margt og smátt og þó svo margt smátt geri eitt stórt þá verður það ekki talið upp hér án þess að gera lítið úr því.

Sem raffræðingur og kennari er ég ágætlega að mér um raforkuframleiðslu þjóðarinnar og verð að segja að þessa orkulind meigum við aldrei selja frá okkur. Það er ekkert óeðlilegt við að sífellt sé reynt að komast yfir þessar auðlindir. Ekkert getur gefið jafn góða ávöxtun í langan tíma og sala á raforku sem framleidd er með svo hagkvæmum hætti sem hér er.

Allar auðlindir þjóðarinnar eru það sem þjóðin í raun lifir á.

Auðlindirnar eru mjólkurkýrin.

Ef við seljum þær þá er búskapnum lokið og eins gott að flytja burt.


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er ansi hræddur um að við séum að bregðast við allt allt of seint - það á að ganga frá þessu fyrir klukkan 17 í dag nafni

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Jú, það er víst væntanlega rétt að það sé of seint um rassinn gripið í þetta sinn. En þetta er ekki eina auðlindin sem sóst er eftir, þær eru allar undir ásókn ýmissa aðila sem hafa það eitt í huga að hagnast sem mest á þeim persónulega og láta sem minnst renna í sameiginlega sjóði samfélagsins.

Baldvin Björgvinsson, 31.8.2009 kl. 16:23

3 identicon

raforkan er ekki seld til gjaldeyrisöflunar. hún er gefinn til álframleiðslu sem er ekki í eigu íslands gegn vægri greiðslu til valdhafa.

Guðlaugur Ólafsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband