13.9.2009 | 07:40
Lýðræðið hefur talað
Lýðræði hefur verið sagt versta leiðin til að stjórna, ef ekki kæmu til allar hinar aðferðirnar.
Nú hefur Borgaraflokkurinn orðið til úr brunarústum Borgarahreyfingarinnar. Það hefði átt að fylgja rétt nafn með flokknum.
Það var hjákátleg upplifun að sitja í hálftómum sal þar sem fólkið sem smalað hafði verið til að kjósa tillögu A var farið.
Stuðningsmenn tillögu B smöluðu ekki á fundinn og voru enn á staðnum eftir kosningu um framtíð hreyfingarinnar. Enda varð tillaga B auðveldlega undir, þannig virkar nú þetta lýðræði. Já ég taldi hversu marga vantaði eftir þessa kosningu þannig að tilgangslaust er að reyna að þræta fyrir það.
Hófst þá súrrealískt framhald af rugli. Stuðningsmenn tillögu A, sem nýbúið var að samþykkja, byrjuðu að moka inn bílförmum af breytingatillögum við sína eigin tillögu, sem þau voru nýbúin að fá kosna. Taka skal fram að ein rakanna fyrir tillögu A var að þær væru vel unnar eftir langa yfirlegu og marga fundi í sumar.
Þarna gat ég ekki meir, ruglið reið ekki við einteyming, ég yfirgaf fundinn með mikinn létti í hjarta. Sjaldan er ein báran stök og sagan segir að framhaldið hafi verið einmitt á þann hátt að ruglumbullið hélt áfram vel fram eftir degi.
Síðar kom að kosningum til stjórnar og vil ég taka eftirfarandi fram.
1. Einstaklingur sem ekki getur haldið trúnaðarupplýsingum fyrir sig en finnst réttast að birta slíkt opinberlega á ekkert erindi í samstarf með öðru fólki þar sem traust, trúnaður og samvinna þarf að ríkja.
2. Einstaklingur sem hefur opinberlega, jafnvel hvað eftir annað, vísvitandi eða óafvitandi, skaðað hreyfinguna með yfirlýsingum til fjölmiðla og á öðrum opinberum vettvangi er ekki trúverðugur frambjóðandi til að vinna að framgangi hreyfingarinnar.
3. Einstaklingur sem hefur sagt sig úr stjórn og úthúðað þeim sem eftir sitja á opinberum vettvangi eru ekki líklegir til að geta átt eðlilegt samstarf við aðra.
Í hópi þeirra sem buðu sig fram til stjórnar eru mætir einstaklingar en í þeim hópi eru einnig aðilar sem einhver þessara lýsinga á við um og ættu ekki að koma fram opinberlega sem andlit flokksins út á við. Ég kæri mig að minnsta kosti ekki um að slíkir einstaklingar tali mínu máli. Ég persónulega hef fengið nóg af því að vera þátttakandi i stjórnmálaafli sem ég skammast mín fyrir að vera hluti af.
Um Flokkinn: Það hefur staðið þannig frá upphafi að þeir sem komu að stofnun BH höfðu amk. tvær skoðanir: 1. Að stofna flokk og sækja fram á öllum vígstöðvum ma. í sveitarstjórnum. 2. Að stofna hreyfingu, gera áhlaup á kerfið og leggja sig svo niður þegar markmiðinu er náð.
Þingmenn og aðrir frambjóðendur lofuðu að beita aðferð nr. 2. Skytturnar þrjár ætla að standa við sitt loforð og væntanlega Þráinn líka einn á sínum báti.
Nú hefur Borgarahreyfingunni hins vegar verið breytt í Borgaraflokk sem ætlar meðal annars að sækja fram í næstu sveitarstjórnarkosningar og það er ekkert við það að athuga. Ég reikna hins vegar með að skytturnar þrjár á þinginu standi við sín loforð sem farið var fram með í upphafi og þau lofuðu 13.519 kjósendum að fylgja.
Það er lokað fyrir athugasemdir við þessa færslu.
Góðar stundir.
Valgeir fékk flest atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar