16.9.2009 | 11:00
VAKNIÐ ÍSLENDINGAR VAKNIÐ
Íslenskur almenningur verður bara að fara að átta sig á hvað hér er raunverulega í gangi.
Það er verið að rýja íslendinga inn að beini.
Þær tillögur sem ríkisstjórnin kom fram með í gær eru þær sömu og vanalega. Að redda þeim sem hvort sem er hefðu farið í gjaldþrot.
Þetta heitir á góðri íslensku að lengja í hengingarólinni.
ÞAÐ STENDUR EKKI TIL AÐ GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT FYRIR YKKUR.
ÞAÐ HEFUR ALDREI STAÐIÐ TIL OG ÞAÐ MUN ALDREI STANDA TIL.
Hagsmunasamtök Heimilanna verða með fund í Iðnó á Fimmtudagskvöldið 17. sem er á morgun.
Við krefjumst þess að Ríkisútvarpið útvarp allra landsmanna sýni eða amk. útvarpi beint frá þeim fundi.
Þið sem eruð ósátt við hvernig fyrir lánum ykkar er komið:
MÆTIÐ Á STAÐINN! Það eru 30.000 fjölskyldur tæknilega gjaldþrota (skulda meira en þær eiga). Mætið og látið sjá ykkkur, fyllið allar götur kringum Iðnó, fyllið Austurvöll, stöndum saman.
ÞETTA ER EKKI OKKUR LÁNTAKENDUM AÐ KENNA.
EN VIÐ GETUM VARIST OG ÞAÐ SKULUM VIÐ GERA.
Segja heimilin ekki geta meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju einasta orði. Mætum öll annað kvöld í Iðnó. Það er kominn tími til að við stöndum saman og sýnum stjórnvöldum að við látum ekki vaða yfir okkur á skítugum skónum endalaust.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 16.9.2009 kl. 11:38
Ég er alveg sammála þér. Það hefur aldrei staðið til að gera neitt af viti fyrir heimilin í landinu og mun ekki verða gert.
Ég vil meina það að að stórum hluta er það vegna vanhæfi þeirra sem sitja við völd til þess að hugsa út fyrir rammann. Það er óhefðbundið ástand og það kallar á kjark til að fara í óhefðbundnar lausnir. Ég lít ennþá á þetta hrun sem besta tækifæri sem við höfum fengið til að fara í uppbyggingu innanlands sem hefði gefið okkur meira til lengri tíma litið.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:04
http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html
Sá þetta fyrir löngu - en enginn vildi hlusta... Kannski er ég bara svona "ruglaður"...
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.