Gjaldborg um heimilin

Það má sannarlega segja að ríkisstjórn Jóhönnu hafi brugðið upp GJALDBORG um heimilin.

Skjaldborgin er hins vegar um útrásarhálfvitana og allt það þjófapakk.

Það er kominn tími til að fást við almennar skuldir fólks í landinu eins og það hafi orðið hér hamfarir og takast þurfi á við þær sem slíkar.

Stór hluti heimila í landinu þolir ekki meira, á rétt fyrir þjófnaði bankanna um hver mánaðarmót.

Sparnaðurinn er farinn, brunninn upp í fasteignakaupum eða afborgunum varglána.

Skuldarar þurfa sjálfir að lögsækja bankana, sem voru einkafyrirtæki, vegna ólöglegra vaxta.

Til hvers er löggæslan í þessu landi?

Hverjir takast á við skuldavanda heimilanna, eru það þeir sem þjóðin kaus til þess í vor? Stéttarfélög launafólks? ASÍ? Nei.

Það eru sjálfboðaliðasamtökin Hagsmunasamtök heimilanna.

Svei þeim vesalingum sem voru valdir til að bjarga málunum og þeim sem eru á launum hjá launþegum þessa lands við að gæta hagsmuna þeirra.

Sjálfur geri ég fastlega ráð fyrir að það komi ekkert annað frá ríkisstjórninni í þetta skiptið en enn ein lengingin í hengingarólinni.


mbl.is Styttist í greiðsluúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það eru engin greiðsluúrræði á döfinni hjá stjórnvöldum ...þetta er allt saman lygi til að tefja tímann svo hægt sé að bjarga auðmannahyskinu og glæpaliðinu sem enn situr við stjórnvölinn í bönkunum. Ríkisstjórnin laug sig inn á þjóðina undir því yfirskini að ætla að verja almenning ...sem hefur aldrei staðið til. Nú þurfum við byltingu og ekki með búsáhöldum í þetta skiptið!

corvus corax, 23.9.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Því miður er ég sammála þér og óttast að það sé einmitt það sem gerist næst. Þegar búið er að ræna öllu af fólki og löggæslan neitar að hjálpa, þá tekur fólk lögin í sínar hendur...

Baldvin Björgvinsson, 23.9.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband