Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2021 | 17:59
Vandinn virðist liggja já löggunni
Vandamálið virðis liggja hjá lögreglunni í dag.
Kannski er það vegna þess að það er orðinn daglegur viðburður að þurfa að eiga við vopnaða einstaklinga.
Ég hins vegar hélt að það væri stórmál ef hleypt er af skotvopni innan borgar eða bæjarmarka.
En það virðist öllum vera sama.
Kannski ég fái mér bara byssurekka í bílinn.
Lögregla taldi skotárás minniháttar skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2021 | 19:52
Þeir sem vilja eignast banka
Þeir sem vilja eignast banka geta bara stofnað banka. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það.
Látið okkar banka í friði!
Þetta er ástæðulaus ótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2020 | 09:55
Óábyrg afstaða
Ísland á eftir að loga í skaðabótakröfum og greiðslum næstu ár og áratugi vegna þess hvernig þetta mál hefur verið höndlað.
Dómarar sem eru ekki löglega skipaðir geta ekki kveðið upp löglega dóma.
Allur Landsréttur var ólöglega skipaður frá upphafi.
Allir dómar sem þaðan koma munu ekki standast.
Ekki efni til viðbragða eftir dóm MDE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2020 | 09:50
Er Bjarni búinn að horfa á þetta?
Er Bjarni Ben búinn að horfa á þetta?
Hann ætti að gera það.
Virkni veirunnar kortlögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2020 | 12:54
Takk fyrir Sjálfstæðisflokkur Kópavogs
Nú kemur að því að draga til ábyrgðar þá sem greiddu röngum aðila þrátt fyrir að vera marg varaðir við að það væri ekki öruggt hverjum væri rétt að greiða fyrir landið.
Þessir peningar verða ekki tíndir upp af götunni, það eru engin gjöld hægt að setja á bæjarbúa til að greiða þetta. Þetta þýðir ca. hundrað þúsund krónur á hverja fjölskyldu í Kópavogi.
Kópavogur þarf að greiða dánarbúi milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2020 | 10:11
Lazer-show um áramót
Ég verð með Lazer-show næstu áramót.
Þó ég hafi gaman að flugeldum þá er bara ekki lengur réttlætanleg þetta mengunarský og þessi hávaði sem gerir menn og dýr dauðhrædd.
Lazer-show er líklega frambíðin í þessu og Landsbjörg gæti alveg selt svoleiðis dót.
Borgarbúar endurskoði flugeldakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2020 | 17:32
Ríkið ber 100% ábyrgð á ástandinu
Ríkið ber fulla ábyrgð á því hvernig staðan er í samningamálum við viðsemjendur sína.
Það hafa verið stöðluð vinnubrögð hjá samninganefnd ríkisins að draga lappirnar og koma síðan óundirbúnir að samningaborðinu.
Nú eru til dæmis kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir um áramót og það er bara ekkert að gerast.
Þetta er ekkert nýtt og þarf að breytast.
Byrum á að taka upp fagmannleg vinnubrögð í samningagerð og þá leysast flest vandamál af sjálfu sér.
Þessi skítaaðferð að draga alltaf lappirnar og fara svo í að setja lögbann á verkfall viðsemjenda er ekki boðleg í okkar samfélagi.
Að gefa Ríkissáttasemjara leyfi til að banna verkfallsaðgerðir er algjörlega óboðlegur málflutningur.
Þegar launþegar vilja ekki lengur mæta til vinnu á þeim launum og kjörum sem í boði eru þá þarf einfaldlega að komast að samkomulagi.
Með kveðju frá stjórnarmanni í Félagi framhaldsskólakennara
Ríkissáttasemjari geti frestað verkföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2020 | 21:56
Mismunun eftir kyni
Þó ég hafi ákveðna skoðun á því hver orsökin er fyrir þeirri afleiðingu að drengir standi illa þá ætla ég að halda henni fyrir mig og bendi á að leita í vísindalegar rannsóknir á málinu.
Kennsla er sérfræðigrein byggð á vísindum og rannsóknum.
Greind drengja og stúlkna er sú sama, orsökin liggur því augljóslega annarsstaðar.
Það er algjörlega óásættanlegt að annað kynið sé látið líða fyrir það í barnaskóla að hvers kyns það er. Það er hreinlega lögbrot fyrir utan að vera siðlaust.
Stjórnendur menntamála takið ykkur saman í andlitinu, gyrðið ykkur í brók og finnið hvert vandamálið er sem allir vita hvert er en enginn þorir að nefna.
...
Staða íslenskra pilta áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2020 | 10:58
Þetta er ekki svona af ástæðulausu
Skipulag náms hefur þróast á löngum tíma. Hvernig sú þróun hefur skilað sér hafa ýmisir auðvitað misjafna skoðun á.
En við skulum byrja á nokkrum staðreyndum.
Kennsla byggir á vísindalegum staðreyndum, kennarar eru sérfræðingar í kennslu og kennarar í starfsgreina eru sérfræðingar í kennslu starfsgreina. Kennslu á alls ekki að skipuleggja nema með nánu samstarfi við þessa helstu sérfræðinga í hveri starfsgrein.
Starfsgreinar þróast og nú á tímum þróast sumar þeirra hratt. Sumar gætu jafnvel horfið, orðið fjórðu iðnbyltingunni að bráð á sama tíma og aðrar eflast af sömu orsökum. Allt nám, þar með talið starfsnám, þarf að fylgja þeim breytingum sem eru orðnar og munu verða.
Það þarf pólítískan kjark og vilja til að leggja niður launaðar stöður, nefndir og ráð þar sem það á við.
Framhaldsskólamenntun verður ekki breytt án samstarfs við Félag framhaldsskólakennara. Það er kjarasamningur í gildi milli FF og Ríkisins og þar er samstarfsvettvangur sérfræðinganna sem starfa í skólunum. Fram hjá því er ekki hægt að líta.
Hins vegar.
Líklega má auka samstarf, samvinnu og samtal atvinnulífs og skóla varðandi skipulag starfsnáms.
Hingað til hefur lítið sem ekkert verið leitað til þeirra sérfræðinga í menntun sem starfa í skólunum. Því þarf að breyta. Það á aldrei að skipuleggja menntun án aðkomu kennara. Það væri eins og að byggja hús án aðkomu viðeingandi sérfærðinga, slíkt dettur engri heilvita manneskju að gera.
Förum í verkefnið, köllum alla viðeingandi sérfræðinga að borðinu.
Fúskum ekki í menntamálum, skipuleggum og kennum af fagmennsku.
Baldvin Björgvinsson, Rafiðnakennari í FB og stjórnarmaður í Félagi framhaldsskólakennara.
Krefst frekara samtals að fella lögin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2020 | 11:18
Sem sagt ekki lækaður
Það er alltaf notuð sama aðferðin í Kópavogi.
Ef það á að fá 15 hæða turn samþykktan þá er beðið um leyfi fyrir 25 til 30 hæðum.
Svo er bara lækkað, til að það verði lækað.
15 hæða turninn hefði aldrei verið samþykktur af nágrönnum ef ekki hefði verið farin þessi leið til að plata lýðinn.
Góðar stundir.
Nýr turn í Kópavogi lækkaður úr 25 í 15 hæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar