27.4.2012 | 10:18
Kannabis er ekki hættulaust (myndband)
Fyrir þá sem halda að kannabis sé algerlega hættulaust fyrirbæri þá er hér ágætur fyrirlestur sem allir áhugasamir ættu að kynna sér (40 mínútur) :
Andrés Magnússon geðlæknir á fíknideild geðdeildar Landsspítalans heldur fyrirlestur um áhrif kannabis. Fyrirlesturinn var haldinn þann 14. febrúar 2012 í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Fyrirlestur á forvarnadegi FB. http://youtu.be/6JCzZtCCcjQ
Einblína á afnám refsistefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 14278
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert er hættulaust.. þannig lagað;
Auðvitað er nauðsynlegt að fræða fáfróða um það að kannabis er ekki hættulaust.. en er þó ekki hættulegra en td áfengi.
Mesta hættan að mínu mati er sú að afhenda þennan markað til undirheimalýðs.. kannabis á að vera löglegt, alveg eins og áfengi; Annað er rugl og forræðishyggja sem skilar engu nema enn stærra vandamáli
DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 10:56
Hljóðið er mjög lélegtg og erfitt að hlusta á hvað þau eru að segja í þessu videoi.
Ef þú vilt kynna þér hlutina betur mæli ég með að þú horfir á eitthvað af þeim myndum sem er að finna hér:
http://topdocumentaryfilms.com/category/drugs/
RIKKO, 27.4.2012 kl. 10:59
Þú ættir að kynna þér skaðsemi kannabisefna á áreiðanlegri hemildum heldur en fyrirlestur þessa manns. Hvar er viljinn til að stunda gagnrýna hugsun? Kynna sér efnið sjálfur? Frekar en að láta mata sig af hræðsluáróðri, þú um það þá ;)
Snæs (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:08
Ef geðlæknir sem hefur starfað við meðferð fíknisjúklinga árum saman er ekki áreiðanleg heimild þá veit ég ekki hvað áreiðanleg heimild er.
Hljóðið er ekkert fullkomið en alveg nógu gott fyrir sæmilega hátalara.
Baldvin Björgvinsson, 27.4.2012 kl. 12:13
Geðlæknar eru ekki fullkomnir.. þeir geta líka verið hlutdrægir og fullir af fordómum.
Að auki er allt grýlutal, ógnir og hræðsluáróður ekki líklegt til að ná til unglinga, né annarra.
Núverandi ástand er óásættanlegt; Ástandið getur ekki batnað fyrr en við hugsum málið upp á nýtt;
Áratuga eiturlyfjastríð hefur engu skilað nema stærri og öflugri glæpaklíkum og vægðarleysi.
Ef ég vill reykja kannabis, þá á ég að fá að gera það; Ef ég er ekki að höndla lífið á kannabis, þá á að grípa inn í og veita mér læknisþjónustu sem hjálpar mér þá að hætta. Refsingar eru af hinu slæma fyrir fíkla... það er ekkert vit í að fangelsa fíkla. Ég vil líka að harðir fíklar fái efnið frá ríkinu.. það er betra fyrir alla; Fíkillinn fær hreint efni, þarf ekki að standa í afbrotum; Nálgast má fíkil þegar hann nær í efnið, r´æða við hann; Fíkillinn hefur þá líka tíma til að hugsa um stöðu sína, í stað þess að getað bara hugsað um hvar hann fær næsta skammt
DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:26
Þessi maður verður seint talinn fróður um kannabis verð ég að segja. Þó hann sé menntaður geðlæknir og hafi verið með sjúklinga sem hafa reykt kannabis.
Hann segir að þetta sé ekki notað í lækningarskyni gegn neinu nema lystaleysi og ógleði, sem er bull.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=6jO_ncXj7RE <- Horfðu á þessa mynd og reyndu svo að taka mark á geðlækni sem hefur ekkert sérhæft sig í kannabis.
Steinþór (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:37
heh
áreiðanleg heimild.
á yfir 20 ára tímabili hef ég þekkt mikið af kannabis neytendum.
sem sumir hafa reykt í 40 ár og meira.
og ég hef aldrei heyrt um stór skaðsemi kannabis, NEMA frá fólki sem vinnur við forvarnir, pólítikusum og einstaka ræfli sem var að reyna koma sér í náðir þjóðfélagsins.
skaðsemin?
smá séns á bronchitis og slíkum lungnavandamálum ef þú reykir of mikið
(3-5 grömm á dag, ef blandað með tóbakki, 5-7 grömm ef hreint)
krabbamein meðal kannabis reykingafólks er nánast óþekkt (væruð alltaf að heyra um það annars;))
það er sirka 1% af öllum notendum , sem höndla ekki kannabis, en það er ekki komið í ljós hvort það er vegna efnisins eða vegna þeirrar staðreyndar að restin af þjóðfélaginu er í stríði við kannabis neytendur (ert mannlegt úrhrak og drasl ef þú reykir ;)hroðalega sálarskemmandi.)
þið vitið að í mörgum fylkjum bandaríkjanna er kannabis mikils metið lyf við ótrulega mörgum kvillum?
og er án aukaverkana að mestu (færð voðalega þægilega og milda vímu)
og reykinga vandamálinu er búið að leysa með t.d vaporizerum.
og með að eta kannabis (yfirleitt ekki gert vegna hás verðlags kannabis og vegna þess að þarft meira (þökk sé lögunum er kannabis dýrara en gull)
nenni nú ekki að skrifa meira, flestir með viti vita þetta og hysterían hindrar hina til að hlusta, plús með google er hægt að læra allt um þetta.
flestir vímuefna notendur hlægja að upplýsingum "forvarnar fyrirtækja"
enda.. átti maður nú fyrst að verða geðveikur á kannabis og drepa fólk og svartir menn færu nú að ríða hvítum konum
(upphaflegi áróður forvarnarliða)
sáá er ennþá með gömul rök frá 60´s á takteinum um heilaskemmdir (löngu afsannað) (var afsannað 10 árum seinna, svo það segir allt um forvarnarliðið)
(sumir bulla hvað sem er til að verja launaseðilinn.)
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:47
get lofað þér því að þessi geðlæknir hefur enga reynslu annað en etið upp af ríkistjórnar áróðri.
og af samtölum við fólk sem var að reyna koma sér í náðir þjóðfélagsins og sagði hvað sem er til að komast þar.
(pyntingar fá menn til að segja allt )
en fangelsi og fjársektir eru pynting fyrir saklaust fólk.
(sem hefur flest aldrei gert neinum mein)
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:50
Hann veit ekki einu sinni að það hefur enginn dáið af völdum kannabis
Steinþór (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:55
Höfum samt á hreinu að kannabis er ekki skaðlaust; Það er engum greiði gerður með því að halda því fram að kannabis sé bara heilsusamlegt :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 13:16
Skil ekki alveg þessa færslu við þessari frétt.
Hvergi er verið að segja í fréttinni að kannabis sé hættulaust, það er verið að tala um tilgangsleysi refsistefnunnar.
Burtséð frá því þá tek ég samt fyrirlestri Andrésar með smá fyrirvara, þar sem hans reynsla er byggð á þessum 9% af kannabis notendum sem verða alvarlega háðir efninu og koma hvað verst út úr neyslunni.
Það eru líka margir aðrir faktorar sem maður verður að hafa í huga eins og hvort þessir neytendur voru að nota önnur efni samhliða kannabis eða voru ræktendurnir að blanda einhverjum óþverra við efnið sjálft. Dópsalar/ræktendur eru ekkert að fylgja neinum gæðastuðlum þegar kemur að ræktun kannabis, þar af leiðandi hefur fundist í efninu PCP og jafnvel rottueitur sem er hættan við núverandi refsistefnu.
En allavega, ef fólk vill fræðast nánar um kvilla kannabis þá mæli ég með svari landlæknis um málið, en hann fór mjög ítarlega yfir stöðuna.
http://www.landlaeknir.is/Pages/1460
Hrói (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:15
Ég held að fangelsi, sakaskrá og sektir séu það skaðlegasta við kannabis. Allavega vill ég mikklu frekar að börnin mín lendi í kannabis neyslu, en fangelsi eða lögregluni yfir höfuð.
Viggo (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 18:27
Þakkir hljóta þeir sem studdu svör sín málefnalegum rökum og vísuðu jafnvel í góðar heimildir.
Persónulega verð ég nú samt að segja að sú staðreynd að nærri einn af hverjum tíu verða háðir er ansi stór galli á gjöf Njarðar.
Sjálfur vil ég bara benda á þessa einföldu staðreynd að þó margir vilji dásama þetta efni og aðrir finni því allt til foráttu þá er þetta sannarlega tvíeggjað sverð.
Baldvin Björgvinsson, 27.4.2012 kl. 20:33
Baldvin
Hafa ber í huga að þótt einhverjir geti orðið 'háðir' Kannabis, þá er það ekki það sama og að vera háður tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum, því það verður enginn líkamlega háður Kannabis, ólíkt hinum efnunum.
Fráhvörfin eftir Kannabisneyslu eru því hlægileg í samanburði við tóbak og hitt draslið, og aldrei hættuleg. Þetta er tvennt ólíkt, en það stoppar ekki óheiðarlega og/eða illa upplýsta lýðskrumara með fyrirlestrana sína.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Kannabis og kaffi eru sett saman í hóp varðandi skaðsemi. Pældu vel í því.
ATH líka að það hefur enginn látist vegna ofneyslu Kannabis, en það sama verður ekki sagt um kaffi. Kaffi getur valdið geðrofi hjá 'heilbrigðu' fólki sem er ekki með geðklofa að öllu jöfnu. Það sama verður ekki sagt um Kannabis, sem getur aðeins gert þá veika sem eru veikir fyrir, eða viðkvæmir.
Kannabis er samt ekki hættulaust, ekki frekar en kaffi, en það er ágætt stundum að setja hlutina í samhengi. Þótt kaffineysla geti mögulega komið af stað geðrofi, þá hefur reynslan sýnt að yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir kaffis án þess að verða geðveikt....
En það er sama hvað þú heldur um skaðsemina, ég held að augljóst sé að glæpavæðingin og fíkniefnastríðið eru úrelt og heimskuleg fyrirbæri, sem hafa valdið miklu meiri skaða en gagni.
Fólk eins og þessi læknir sem þú bendir á hafa logið því að landsmönnum síðustu ár að mjúka stefnan í Hollandi hafi eyðilagt landið og nauðsynlegt sé að eyða peningum í meiri stríð eins og í BNA, en þegar tölfræðin er skoðuð þá kemur annað í ljós:
Bandaríkjamenn nota tvöfallt meira Kannabis en Hollendingar per kjaft, og meira en átta sinnum(já 8 sinnum) meira Kókain...og allt annað eftir því.
Það er nóg komið af þessu bulli, 'stríðið' er tapað...og dauðadæmt, alveg eins og 'stríð' gegn kynlífi og tónlist. Stríðið er iðnaður og gróðamaskína, ekkert annað.
magus (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 21:51
háðir..
langlangflestir geta hætt að reykja kannabis með litlum vandkvæðum..
þú ert einn dag soldið sloj, aðallega um morgunin, svo eru 2-3 dagar af vægri löngun, svo búið.
það eru einstaka sem eiga erfiðara með að hætta, en ég hef engan svoleiðis séð, sem ekki hafði, önnur "vandamál" , líkamleg og andleg.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 22:41
magnus, þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.
Horfðu á fyrirlestur Andrésar og reyndu svo að halda því fram að það fylgi kannabisneyslu engin frákvörf. Staðreyndin er að of mikilli neyslu fylgja svefnörðugleikar, minnisvandamál og oft skelfileg frákvarfseinkenni þar sem fólk verður að vera á geðdeild í mánuð í skelfilegri vanlíðan.
Það er einmitt lygaáróður eins og þinn sem þarf að uppræta. Líkt og þegar menn héldu því fram áratugum saman að tóbaksreykingar væru heilsusamlegar.
Og varðandi röksemdafærslu þína þá bætir maður ekki eitt böl með því að benda á annað.
Baldvin Björgvinsson, 28.4.2012 kl. 09:09
Baldvin Baldvin Baldvin.. ég finn til með þér.
haha (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 15:50
Æi Baldvin...nafnið er nú reyndar m-a-g-u-s, en ég nenni ekki að rífast við þig, því ég veit að það er vonlaust. Læknirinn þinn, og menn eins og hann, fullyrða ýmislegt, og hafa gert í gegnum tíðina, en eins og ég reyndi að benda þér á þá stenst ekkert sem þeir segja nánari athugun.
Sem fyrr, hvaða skoðun sem þú hefur á Kannabis, þá væri kannski við hæfi að ATH hvers vegna rætt er um nauðsyn þess að afnema refsistefnuna og lögleiða fíkniefni, sbr MBL fyrirsögnina 'Einblína á afnám refsistefnu'. Ég hvet þig til þess að kynna þér málið:
http://www.leap.cc/about/why-legalize-drugs/
http://healthland.time.com/2010/11/23/portugals-drug-experience-new-study-confirms-decriminalization-was-a-success/
Ég hvet þig einnig til að skoða sjálfur tölfræðina, því ég veit að það hljómar ótrúlega fyrir fólk eins og þig að neysla fíkniefna í Hollandi sé ekki meiri en í öðrum EU löndum, og að neyslan í BNA sé miklu meiri, jafnvel margfalt meiri eins og ég benti á í fyrri færslu:
http://www.emcdda.europa.eu/stats11/gps
http://www.unodc.org/youthnet/en/youthnet_youth_drugs_trends_drug_trends_eur_us.html
magus (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.