7.7.2014 | 10:48
Eiturefnahættur af bruna í nútímasamfélagi
Sem kennari sem hefur meðal annars það hlutverk að kenna rafiðnanemum hvernig þeir þurfa að bregðast við komi upp bruni þá verð ég að fá að segja íslensku þjóðinni nokkur atriði.
Bruni í húsnæði eða farartækjum sem byggð eru með nútímaefnum getur gefið frá sér baneitruð efni. Ekki anda að þér reyknum. Hann inniheldur mjög líklega það mikið af eiturefnum að þú andir aldrei að þér aftur. Það er ekkert sem mælir með því að nálgast svona stórbruna vegna sprengihættu og eitraðrar mengunar.
Þess vegna velti ég fyrir mér tvennu í dag.
1. Af hverju er ekki stærra svæði lokað af lögreglu og slökkviliði? Af hverju gefa Almannavarnir ekki út tilkynningu um að fólk eigi ekki að koma neinstaðar nærri þessum stórbruna.
2. Hvers vegna er íbúum Reykjavíkur sem verða varir við að reykurinn berst til þeirra ekki bent á að loka gluggum og yfirgefa svæðið þar til ástandið er orðið öruggt?
Tjónið hleypur á hundruðum milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.