Verkfræðingar eiga að skoða raflestar af alvöru

Lest, raflest, milli Keflavíkur og Reykjavíkur er góð hugmynd. Ef einhver er tilbúinn til að framkvæma verkið í einkaframkvæmd sem borgar sig þá er bara að byrja á verkinu.

Hins vegar er það samvinnuverkefni fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og sambærilega aðila að vinna að raflestasamgöngum fyrir höfuðborgarsvæðið.

Fyrst þarf að koma upp raflestakerfi milli þeirra staða þar sem mestir fólksflutningar fara fram. Til dæmis frá Mjódd niður í Lækjargötu. Raflest þarf ekki að vera á teinum á jörðinni, hún getur verið hangandi á stálbita yfir jörð, ferðast um hljóðlaust svífandi á segulsviði og slíka lest er hægt að láta fara allt aðrar leiðir en venjulegar götur fyrir bíla. Mengunarlaust og hljóðlaust, til dæmis eftir Fossvogsdal og Elliðaárdal. Nútíma raflestar þurfa ekki að hafa lestarstjóra í hverri lest, þær eru sjálfvirkar og geta þar með verið margar og litlar þar sem stuttur tími líður milli lestarferða.

Þetta væri alltaf að mestu leiti hönnunarvinna fyrir íslenska verk- og tæknifræðinga það er því þeirra hagsmunamál að vinna að slíku verkefni saman og koma því á koppinn.

Hönnunarkostnaðurinn færi að mestu leiti í innlend laun, við værum ekki að tapa gjaldeyri á því. Það sem þyrfti að kaupa fyrir gjaldeyri væru lestarnar og stálið. Raforkan er síðan framleidd hér í raun nærri ókeypis fyrir þjóðarbúið.

Til lengri tíma litið er mjög líklegt að svona verkefni liti hálfvitalega út í upphafi, líkt og Elliðaárvirkjun gerði á sínum tíma, en sú virkjun er búin að borga sig upp mörgum sinnum síðan hún var tekin í gagnið.

Það eina sem þarf er hugrekki, að taka þá hugrökku ákvörðun að byrja. 


mbl.is „Hraðlest hið besta mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Á meðan stakt fargjald í lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er tvöfalt dýrara en stakt rútufargjald á sömu leið efast ég um að hugmyndin gangi upp rekstrarlega. Farþegar munu í fleiri tilfellum velja ódýrasta kostinn frekar en þann fljótasta. 4 manna fjölskylda mun ekki borga 40-50 þús. kall í lestarfarfjald til að komast til Keflavíkur og til baka fyrir 3 vikna ferð til Spánar ef það kostar hana 15-17 þús. að fara á fjölskyldubílnum og geyma hann á bílastæðinu í 3 vikur.

En ef einhverjum dettur í hug að leggja sporið, byggja stöðvarnar og kaupa lestarnar er líklega hægt að reyna hugmyndina nokkrum sinnum? Hefur ekki Hótel Örk 3-4 sinnum á hausinn og stendur enn?

Vona bara að það verði ekki innlendir aðilar sem leggja í svona verkefni með íslenskum Matadorkrónum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.7.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 14111

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband