21.9.2014 | 09:51
Á ég að kaupa mér gasgrímu?
Margir Íslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir ættu að eiga gasgrímu til að takast á við brennisteinsdíoxíðmengunina sem kemur frá gosinu í Holuhrauni.
Það er alveg ljóst að engum er óhætt að fara nærri upptökum gossins án góðrar gasgrímu og mælitækis til að vara við þegar brennisteinsdíoxíðmengunin er orðin hættulega mikil.
En hvað eiga almennir borgarar að gera?
Því hefur enginn svarað og enginn segir neitt. Það hlýtur þó að vera hlutverk Almannavarna og á ábyrgð þeirra sem þar starfa að svara þeirri spurningu.
Miðað við þau atvik sem hafa komið upp þá er engan vegin hægt að treysta á Almannavarnir í þessu tilfelli. Íbúar á Reyðarfirði fengu þau skilaboð að mengunin væri orðin óþægilega mikil, þegar það var orðið of seint. Þeim var bara bent á að loka sig inni.
Fleiri dæmi.
Bruninn í dekkjahrúgu hringrásar í Sundahöfn. Ég man ekki betur en að íbúum þar sem reykinn lagði yfir hafi verið bent á að loka bara gluggunum. Það sama gerðist þegar stórbruni var í efnalaug í Skeifunni í sumar sem leið. Í efnalaugum, fatahreinsunum, er mikið af efnum sem enginn á að anda að sér við bruna. Og hvað var það þegar Landhelgisgæslan dró brennandi rússneskan dall inn í miðbæ Hafnarfjarðar, þannig að reykinn lagði beint yfir leikskóla og nágrenni og fólk flúði svæðið og svo var því logið blákalt að engin hætta hefði verið á ferðum. Það stemmir enganvegin við þær upplýsingar og viðvaranir sem ég hef fengið um þessi mál.
Þegar eðlilegast væri að benda fólki á að vera ekki þar sem reykinn leggur yfir. Fara bara í heímsókn til mömmu, ef hún býr í öðrum bæjarhluta, eða eitthvað álíka og vera ekkert að koma heim fyrr en reyk leggur ekki lengur yfir heimilið. Reykur frá bruna í nútímahúsnæði, hvað þá ruslahaug, er aldrei hollur og oft mjög eitraður.
Það er einhvern veiginn eins og það sé enginn ábyrgur fyrir því hjá Almannavörnum að vara fólk við loftmengun, eða að sá sem er í því starfi sé ekki starfi sínu vaxinn.
Móðuharðindi
Um þau segir á Wikipedia: "Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi sem aftur leiddi af sér hungursneyð meðal landsmanna."
Það er alveg ljóst að mengunin var mikil og hefur örugglega valdið Íslendingum töluverðum óþægindum.
Samkvæmt orðum vísindamanna eru töluverðar líkur á öflugra gosi í nánustu framtíð sem myndi valda meiri mengun en nú þegar hefur valdið mörgum Íslendingum óþægindum.
Og nú spyr ég ef það gýs áfram af svipuðu afli:
Hvað gerist í vetur þegar kólnar og vetrarstillur eru miklar, má þá búast við meiri mengun?
Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk með öndunarfærajúkdóma?
Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk sem býr nærri gosinu?
Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk með öndunarfærasjúkdóma sem býr nærri gosinu?
Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk sem býr lengra í burtu?
Er skynsamlegt fyrir fólk sem er með öndunarfærasjúkdóma að verða sér út um gasgrímu?
Er skynsamleg varúðarráðstöfun fyrir þá sem búa nærri gosstöðvunum að verða sér út um gasgrímu?
Er skynsamleg varúðarráðstöfun fyrir þá sem búa fjær, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa að verða sér út um gasgrímu?
Hvaða áhrif hefur það ef eldsumbrotin sem eiga orsök sína í Bárðarbungu aukast?
Það er svo sem ekkert svo flókið, enda lítið mál að verða sér út um slíkt.
Gasgrímur með síum sem hreinsa út brennisteinsdíoxíð eða sulfur dioxide (So2) er hægt að kaupa hér á landi og líka einfalt að panta erlendis frá td. gegnum Amazon.
Íslenska ríkið gæti líka keypt góðan slatta af svona búnaði, svona eins og keyptur var drjúgur slatti af efnum til að takast á við flensu. Í slíkum magninnkaupum ætti að fást ansi gott verð.
Hvað sem gerist, eða ekki, þá mæli ég, persónulega, að minnsta kosti með því að fólk með öndunarfærasjúkdóma sem býr nærri gosstöðvunum íhugi það sem skynsamlega varúðarráðstöðun að verða sér út um grímu með síum sem hreinsa þessi efni frá gosinu til að geta forðast óþarfa óþægindi vegna brennisteinsdíoxíðs og jafnvel annarra gasefna.
Ef ég færi þarna uppeftir að taka myndir og skoða þá hefði ég amk. svona með mér.
Myndirnar af þessum hér fyrir neðan eru frá framleiðandanum 3M
(3M Multi Gas/Vapor Cartridge/Filter 60926)
Mengunarspá vegna gossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins og verkregla almannavrna og veðurstofunnar sé fyrst og fremst að draga úr áhyggjum fólks og koma í veg fyrir imyndað panikk, en koma hreint fram og gefa fólki ráð. Eins og t.d. þar sem mikil hætta er á að þetta versni að ráðleggja fólki að eiga gasgrímur etc.
Það er eins og ríkið óttist einhvern kostnað varðandi þetta og það er grátbroslegt að sjá flokkun mengunarinnar í hættustig þar sem gasmengun er flokkuð sem "góð" eða "viðunandi"
Hér á Siglufirði höfum við undanfarið fengið að njóta þessarar "góðu" og jafnvel "viðunandi mengunnar" þar sem fulltrúi almannavarna klifar á því að ekkert sé að óttast og að þetta sé sauðmeinlaust. Hér hefur þó varla sést til fjalla í þessum þrönga firði og breinnisteinseymurinn svo megn að það rífur í kverkar og bragðið er eins og maður sé búinn að naga brennisteinínn af eldspýtum.
Hér eru gamalmenni og börn með viðkvæm lungu, en samt er fólki sagt að láta sem ekkert sé.
Til viðbótar má nefna að í dalverpum og lautum situr þetta gas eftir jafnvel dögum eftir að móðan er blásin hjá, en á það er hvergi minnst þótt þetta sé vel aýnilegt.
Mér finnst öll nálgun við þetta hálf ábyrgðarlaus og alhæfandi. Kannski eru menn á tánum yfir stöðugri mengun yfir mörkum á hengissvæðinu og vilja alls ekki að það komist í hámæli hversu hættulegt heilsu þetta er til langframa.
Af öllu sem ég hef googlað um þetta skilst mér að þetta sé stórhættulegt efni og banvænt tveimur þrepum ofar en hið "viðunandi" þrep veðurstofunnar. Hér erlíka miklu meira af þessu í andrúmsloftinu en menn eru að gefa til kynna. Það eru engir mælar til staðar hér og eitthvað í það að við fáum slíkan munað. Á meðan bulla þessir herrar bara eitthvað til að losna við fréttamenn úr símanum eða segja eitthvað sem gæti gert þá ábyrga.
Ég fæ ónot í öndunarfæri og hausverk eftir stutta útiveru hér. Hvernig blasir það þá við gamalmennum og ungbörnum? Er ekki lágmark að ráðleggja fólki að nota einhverskonar filtera á trýnið á sér? Þarf borgaralega rannnsókn á þessu til að fá hið rétta fram?
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2014 kl. 16:40
Nú er tilkynnt um dauða fugla umhverfis gostöðvarnar og það rakið til gasmengunnar. Engin könnun hefur verið gerð á því hversu útbreytt þetta er eða hversu langt þessi fuglafauði breiðir sig, en það segir manni margt um hætturnar. Kæmi ekki á óvart þótt einhverjar rollur dræpust í lægðum og dalverpum þar sem þessi ófögnuður situr.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2014 kl. 17:03
Hér eru seldar gasgrímur á góðu verði.
http://loftverkfaeri.is/shop/product.php?id_product=1204
Baldvin Björgvinsson, 24.10.2014 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.