Þetta er ekki svona af ástæðulausu

Skipulag náms hefur þróast á löngum tíma. Hvernig sú þróun hefur skilað sér hafa ýmisir auðvitað misjafna skoðun á.

En við skulum byrja á nokkrum staðreyndum.

Kennsla byggir á vísindalegum staðreyndum, kennarar eru sérfræðingar í kennslu og kennarar í starfsgreina eru sérfræðingar í kennslu starfsgreina. Kennslu á alls ekki að skipuleggja nema með nánu samstarfi við þessa helstu sérfræðinga í hveri starfsgrein.

Starfsgreinar þróast og nú á tímum þróast sumar þeirra hratt. Sumar gætu jafnvel horfið, orðið fjórðu iðnbyltingunni að bráð á sama tíma og aðrar eflast af sömu orsökum. Allt nám, þar með talið starfsnám, þarf að fylgja þeim breytingum sem eru orðnar og munu verða.

Það þarf pólítískan kjark og vilja til að leggja niður launaðar stöður, nefndir og ráð þar sem það á við.

Framhaldsskólamenntun verður ekki breytt án samstarfs við Félag framhaldsskólakennara. Það er kjarasamningur í gildi milli FF og Ríkisins og þar er samstarfsvettvangur sérfræðinganna sem starfa í skólunum. Fram hjá því er ekki hægt að líta.

Hins vegar.

Líklega má auka samstarf, samvinnu og samtal atvinnulífs og skóla varðandi skipulag starfsnáms.

Hingað til hefur lítið sem ekkert verið leitað til þeirra sérfræðinga í menntun sem starfa í skólunum. Því þarf að breyta. Það á aldrei að skipuleggja menntun án aðkomu kennara. Það væri eins og að byggja hús án aðkomu viðeingandi sérfærðinga, slíkt dettur engri heilvita manneskju að gera.

Förum í verkefnið, köllum alla viðeingandi sérfræðinga að borðinu.

Fúskum ekki í menntamálum, skipuleggum og kennum af fagmennsku.

Baldvin Björgvinsson, Rafiðnakennari í FB og stjórnarmaður í Félagi framhaldsskólakennara.


mbl.is Krefst frekara samtals að fella lögin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband