27.11.2020 | 17:32
Ríkið ber 100% ábyrgð á ástandinu
Ríkið ber fulla ábyrgð á því hvernig staðan er í samningamálum við viðsemjendur sína.
Það hafa verið stöðluð vinnubrögð hjá samninganefnd ríkisins að draga lappirnar og koma síðan óundirbúnir að samningaborðinu.
Nú eru til dæmis kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir um áramót og það er bara ekkert að gerast.
Þetta er ekkert nýtt og þarf að breytast.
Byrum á að taka upp fagmannleg vinnubrögð í samningagerð og þá leysast flest vandamál af sjálfu sér.
Þessi skítaaðferð að draga alltaf lappirnar og fara svo í að setja lögbann á verkfall viðsemjenda er ekki boðleg í okkar samfélagi.
Að gefa Ríkissáttasemjara leyfi til að banna verkfallsaðgerðir er algjörlega óboðlegur málflutningur.
Þegar launþegar vilja ekki lengur mæta til vinnu á þeim launum og kjörum sem í boði eru þá þarf einfaldlega að komast að samkomulagi.
Með kveðju frá stjórnarmanni í Félagi framhaldsskólakennara
Ríkissáttasemjari geti frestað verkföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.