Þetta tekur bara nokkur ár.

Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Volkswagen, hættir alveg að framleiða bensín og dieselbíla, þar með talin atvinnutæki, trukka, inna 5-10 ára. Þegar að því kemur verða rafbílarnir sjálfkeyrandi að mestu eða öllu leiti.

Aðrir bílaframleiðendur í Evrópu eru á sömu leið.

Þýskaland er á hraðferð að hætta notkun orkugjafa sem gefa frá sér CO2 við raforkuframleiðslu og framleiða nú þegar tugi prósenta af allri sinni raforku með sól og vind. Þýskaland mun ljúka því verkefni að framleiða sína raforku 100% með ókeypis orkugjöfum, sól og vind eins fljótt og mögulegt er.

Það sama er að gerast í öðrum Evrópulöndum.

Þetta hefur ekkert með umhverfisvernd að gera, þetta snýst einfaldlega um peninga, hvað það er sem borgar sig. Að nota ókeypis orkugjafana, sól og vind, í stað kola, olíu og gass, til að keyra iðnframleiðsluna áfram er óhjákvæmilegt í samkeppni nútímans.

Nú þegar eru allar fjárfestingar í raforkuframleiðslu með kolum, olíu, gasi oþh. "frozen assets" eða frosnar glataðar fjárfestingar. Bankar og aðrar fjármálastofnanir lána hins vegar í næstum öll sólarorku eða vindmyllyverkefni því það er öruggt að þeir peningar skila sér til baka og rúmlega það.

Eftir fá ár, verða bara rafbílar til sölu sem nýir bílar.

Þannig er það nú bara.


mbl.is Rafbílaæði í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband