Hárrétt hjá bubba

Það er einmitt þannig að fólkið í landinu á að bera allar byrðar.
Búið er að gefa fáum aðilum allan fiskinn. Það sama var gert við bankana, póst og síma og fleiri grunnþjónustur samfélagsins.
Bankarnir og fiskurinn síðan veðsett til andskotans, allt látið fara á hausinn og við látin borga aftur...

Í Írlandi er búið að gefa það út að innan þriggja ára verður skattbyrðin vegna aukinna greiðslna til erlendra kröfuhafa orðin um 70þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á MÁNUÐI.

Ástandið hér er ekki skárra.

VIÐ VERÐUM AÐ BREYTA TIL OG KJÓSA EKKI ÞAÐ SAMA OG VIÐ GERÐUM SÍÐAST.

Ég kaus Samfylkinguna síðast og studdi duglega árum saman. Það get ég ómögulega gert í dag.

Ég hef ákveðið að styðja eina heiðarlega framboðið í dag og setja X við O.
Kjósa Borgarahreyfinguna fyrir framtíð barnanna okkar.

AF ÞVÍ ÉG VIL EKKI AÐ BÖRNIN OKKAR VERÐI AÐ ÞRÆLUM AFBORGANA ÁBYRGÐA SEM VIÐ SKRIFUÐUM ALDREI UNDIR.


mbl.is Bubbi er sleginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla aðeins að leiðrétta þig þegar þú talar hér um kvótann. Jú, í upphafi var kvótanum úthlutað (gefinn) til ákveðinna einstaklinga. Í dag er meira en 85% kvótans keiptur sem þýðir að 85% þeirra sem fékk kvótan upphaflega gefins er hættur í greininni og t.d.  búinn að kaupa hlutabréf (margir búnir að tapa á því ;)

Mikið af fyrirtækjum er í erfiðleikum í greininni en ekki eins og fréttafluttningurinn hefur verið. Það eru nokkur fyrirtæki í raun gjaldþrota (þau eru það flest vegna þess að þau fóru að kaupa hlutabréf). En mörg fyrirtæki stana alveg ágætlega.

Ég er frá Vestmannaeyjum og við höfum verið í vörn í raun síðustu hvað 17 árin eða svo. Okkur fækkaði í 15 ár í röð en í fyrra fjölgaði okkur loksins og okkur er enn að fjölga. Hér hefur fólkið staðið saman og það hefur verið þannig að ef einhver hættir í greininni þá er kvótinn seldur hér í eyjum þótt lægra verð hafi fengist fyrir hann. Samstaðan hefur verið algjör og því stöndum við vel. Stóru útgerðarfyrirtækin okkar hafa verið vel rekin og standa vel. Sum af smærri fyrirtækjunum eiga í erfiðleikum en þau eru 1 eða 2. Nú er verið að tala um fyrningarleiðina og talar þar fólk oft af vanþekkingu. Sú leið myndi ganga frá t.d. Vestmannaeyjum. Talað er um að dreifa kvótanum á handfærabáta, hér er ekki auðvelt að vera á handfærabátum þar sem við búum á eyju sem er úti fyrir opnu hafi og veðrið eftir því. Mig langar ekki að maðurinn minn og fleiri sem ég þekki sé hér fyrir utan eyjarnar á litlum trillum að veiða, þá förum við að sjá aftur háar tölur í sjóslysum og þess háttar.

Ég held að besta leiðin núna sé sú að ríkið taki kvóta þeirra fyrirtækja sem virkilega fara á hausinn og úthluti honum upp á nýtt. Það á að láta fyrirtækin sem standa vel og reka sitt fyrirtæki vel í friði. Það má ekki skapa óvissu í greininni, það er ekki bara verið að skapa óvissu hjá fyrirtækjunum heldur heilu byggðarlögunum eins og t.d. hér í eyjum.

Það er ekki réttlætt að taka hluti af þeim sem eru með sín mál á hreinu. Því miður eru mörg fyrirtæki ekki með sín mál á hreinu og þegar þau fara á hausinn skapast kjör aðstæður fyrir ríkið. Þetta á líka eftir að gerast hér í eyjum að fyrirtæki fara á hausinn en ég tel þessa leið réttlátari og skapi minni óvissu.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég er sammála þér að flestu leyti. Það er auðvelt fyrir ríkið, þeas. okkur, að taka til þann okkar kvóta sem er í raun hjá bönkunum.

Það á ekki að ráðast að vel reknum fyrirtækjum og setja þau á hausinn. Það á að láta þau í friði.

Að mínu mati er kvótinn ekki eign og átti aldrei að eignfærast í bókhaldi, hvað þá að vera veðsettur.

Það hafa margar leiðir verið ræddar um úthlutun kvótans. Einhversskonar sambland gæti verið leið og verður sennilega að vera til að byrja með.

Það er grundvallaratriði að kvóti fylgi landssvæðum, eða sveitarfélögum, úthlutun þar í gegnum pólítíska aðila býður hins vegar upp á spillingu eins og oft hefur gerst.

Nauðsinlegt er að bjóða upp á einfalda og gagnsæja aðferð sem allir skilja og allir geta tekið þátt í. Í raun ætti að mínu mati að bjóða kvótann upp til leigu hvert fiskveiðiár, þannig að allir hafi sama aðgang. Skilyrða mætti að ákveðinn hluti kvóta sé veiddur af skipum sem gera út frá ákveðnum sveitarfélögum eða landi aflanum þar.

Því miður er það svo að útgerðin í heild skuldar svo mikið að útilokað er að hún geti greitt lánin. Kvótinn var meðal annars veðsettur fyrir því og er eign ma. Deutsche Bank. Ekki alveg það sem við vildum.

En eins og ég sagði, Auðbjörg, þá á að styðja við bakið á vel reknum fyrirtækjum en þau illa reknu meiga missa sín eins og vanalega.

Kvótamálin eins og önnur auðlindamál þarf að taka fyrir og það er snúið eftir að búið er að úthluta auðlindum þjóðar sem eignum einstaklinga, en það þarf að leysa þessi mál skynsamlega, fyrir okkur öll.

Baldvin Björgvinsson, 15.4.2009 kl. 12:36

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hver er Bubbi? Einhver að taka mark á? Kóngurinn skrifa margir,ég þekki hann bara í gegnum rándíra auglísingar og einhver lög í útvarpinu,sem líktust mikið Frönskum og Ítölskum vísnasöngvurum.Aðalega síðustu útgávur hans.Væri gott að hætta að kalla hann kónginn.Við getum öll talað um hörmunginn sem er að sökkva þjóðina.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 14101

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband