17.4.2009 | 09:59
Mikið í lagt fyrir lítið.
Ef ég þekki rétt til þá hefur því lítið verið sinnt að reka út sprautunálaliðið og kvörtunum nágranna hefur lítið verið sinnt.
Svo kemur þarna fólk sem hreinsar til, lagfærir ásýndina og kemur sér fyrir í pólítískri mótmælasetu.
Þá dugar ekkert minna en óeirðabúnir sérsveitamenn með keðjusagir til að leggja allt í rúst aftur.
Það er erfitt að sjá hver skaðinn er af því að fólk hreinsi til í og við yfirgefin hús og mótmæli stjórnvöldum.
Má ég frábiðja mér að fé og tími lögreglu sé nýttur í svona tilgangslaus verk.
Það er nóg af alvöru glæpamönnum í þessu landi sem þarf að ná í hnakkadrambið á.
Forgangsröðun hjá lögreglu verður að vera til staðar eins og hjá öðrum embættum.
Að ráðast gegn meinlausu hústökufólki er eins og að skvetta vatni á gæs, áhrifin verða engin.
Hver er munurinn á fé án hirðis og húsi án hirðis?
Miðborg í sárum góðæris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.